Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2018 | 22:00

GO: Guðrún B Sigurbjörns best e. 1. púttmót GOkvenna!

Laugardaginn 13. janúar sl. fór fram fyrsta púttmót GO kvenna.

Það fór af stað með glæsibrag í ný uppsettri púttaðstöðu í golfskálanum.

Alls tóku 32 konur þátt og spreyttu sig á nýja púttvellinum.

Segja má að almenn ánægja hafi verið með að vera á heimavelli og næsta laugardag, 20. janúar verður völlurinn kominn í sitt endanlega form og má búast við enn skemmtilegri púttkeppni.

Sex skorhæstu konurnar úr Púttmóti 1 voru eftirfarandi:

Guðrún B. Sigurbjörnsdóttir 15 pútt
Ingibjörg Bragadóttir 16 pútt
Rósa Pálína Sigtryggsdóttir 16 pútt
Unnur Bergþórsdóttir 16 pútt
Halla Bjarnadóttir 17 pútt
Kristín Þorsteinsdóttir 17 pútt