Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2018 | 04:30
Ólafía Þórunn hitti John Rahm

Einn íslenskra kylfinga sem hitt hefir hinn nýja nr. 2 á heimslistanum, Jon Rahm, er Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir. Jon Rahm vann sem kunnugt er 2. mót sitt á PGA Tour í gær, á afmælisdegi Jack Nicklaus, 21. janúar 2018; velti Jordan Spieth úr sessi og komst þar með í 2. sæti heimslistans. Einn af styrktaraðilum Rahm er KPMG og hitti Ólafía Þórunn, sem einnig er styrkt af KPMG, Rahm í hittingi á vegum KPMG. Mynd var tekin af þeim Jon og Ólafíu við það tækifæri, sem margir hafa séð. Við myndina sem birtist á vefsíðu Ólafíu Þórunnar stendur: 💪 We both got guns @jonrahm (lausleg íslensk þýðing: við erum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2018 | 04:00
Hvað var í sigurpoka Jon Rahm?

Eftirfarandi kylfur voru í sigurpoka Jon Rahm á CareerBuilder Challenge: DRÆVER: TaylorMade M4 (9.5°), með Aldila Tour Green 75 TX skafti. BRAUTARTRÉ: TaylorMade M3 (19°), með Aldila Tour Green 75 TX skafti. JÁRN: TaylorMade P790 (3), P750 (4-PW), með Project X 6.5 sköftum. FLEYGJÁRN: TaylorMade Milled Grind (52, 56 °), Milled Grind Hi-Toe (60 °), með Project X 6.5 sköftum. PÚTTER: TaylorMade Spider Tour Red. BOLTI: TaylorMade TP5x.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2018 | 03:30
PGA: Jon Rahm sigraði á CareerBuilder Challenge – Hápunktar 4. dags

Spænski kylfingurinn Jon Rahm sigraði á CareerBuilder Challenge, móti vikunnar á PGA Tour, eftir bráðabana við Andrew Landry. Eftir hefðbundnar 72 holur voru þeir Rahm og Landry efstir og jafnir; báðir búnir að spila á 22 undir pari. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Rahm betur á 4. holu bráðabanans. Þetta er 2. sigur Rahm á PGA Tour og 4. sigur hans á heimsvísu. Rahm tók forystu þegar á fimmtudaginn þ.e. 1. mótsdegi með frábærum hring upp á 62 sem hann fylgdi síðan eftir með hringjum upp á 67 og 70. Lokahringinn spilaði Rahm á 67. Með þessum sigri fer Rahm í 2. sæti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2018 | 18:00
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: James Heath (14/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn. Nú hafa Jonathan „Jigger“ Thomson og Matthew Baldwin frá Englandi, Matthias Schwab frá Austurríki og Henric Sturehed frá Svíþjóð verið kynntir, en þeir eru fjórir af 7 sem deildu 18. sætinu. Þessir 7 spiluðu allir á samtals 14 undir pari. Í kvöld verður James Heath kynntur. James Joseph Heath fæddist í London Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2018 | 16:30
Evróputúrinn: Wiesberger missti ás

Líkurnar að atvinnumaður í golfi fari holu í höggi eru 3000/1. Hverjar skyldu þá vera líkurnar á að fara „næstum því holu í höggi?“ Við verðum að ímynda okkur þær líkur. Bernd Wiesberger komst býsna nærri því að fara holu í höggi á Abu Dhabi HSBC Championship í dag. Höggið góða, eða sárgrætilega? kom á par-3 15. braut á lokahring Abu Dhabi HSBC Championship. Boltinn vildi bara ekki oní og stoppaði á holubarminum! Sjá má myndskeið af því þegar Wiesberger missir af ásnum með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Haraldur Bilson – 21. janúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Haraldur Bilson. Haraldur er fæddur 21. janúar 1948 og á því 70 ára afmæli. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið Haraldur Bilson – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Jack Nicklaus, 21. janúar 1940 (78 ára); Opna -bókaútgáfa 21. janúar 1954 (64 ára); Cindy Schreyer, 21. janúar 1963 (55 ára); Tania Abitbol, (spænsk) 21. janúar 1965 (53 ára); Brennan Little, 21. janúar 1970 (48 ára); Davíð Guðmundsson f. 21. janúar 1971 (47 ára); Jonas Gudmundsson f. 21. janúar 1971 (47 ára); Rósa Ólafsdóttir f. 21. janúar 1971 (47 ára); Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2018 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Madeleine Stavnar (1/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2018 | 12:00
Evróputúrinn: Fleetwood varði titil sinn í Abu Dhabi – Hápunktar 4. dags

Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood sigraði í dag á Abu Dhabi HSBC Championship og varði þar með titil sinn. Sigurskor Fleetwood var 22 undir pari, 266 högg (66 68 67 65) og hann hlaut að launum sigurtékka upp á € 408,597 (u.þ.b. 51,5 milljónir íslenskra króna). „Ég er miklu tilfinningasamari núna en á síðasta ári,“ viðurkenndi Fleetwood þegar sigurinn var í höfn. „Ég veit ekki af hverju. Ég vildi bara virkilega vinna þetta. Ég átti ár ævinnar í fyrra. Það er skrítinn tilfinning að verja titilinn vegna þess að hann er þinn og maður vill ekki láta hann. Þannig að halda honum eitt ár í viðbót er næs“ Í 2. sæti varð Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2018 | 10:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Mind Muangkhumsakul (29/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verða kynntar þær 2 stúlkur, sem voru hvað óheppnastar. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2018 | 08:00
Asíutúrinn: Sergio Garcia sigraði á Singapore Open

Það var Sergio Garcia sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Asíutúrnum, Singapore Open. Hann spilaði 27 holur án þess að missa högg og átti 5 högg á næstu menn, með að því er virðist óbilandi sjálfstraust, sem er nauðsynlegt í Masters titilvörnina nú síðar á árinu. Sergio lauk keppni á 14 undir pari, 270 höggum (66 70 66 68) á keppnisvellinum í Sentosa golfklúbbnum, þar sem mótið fór fram. Garcia varð að fara á völlinn að klára 3. hring sinn við sólaupprás vegna þess að leik var fresta í gær vegna þruma og eldinga. Hann lauk þeim 9 holum sem hann átti eftir að spila af 3. Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

