Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2018 | 16:30

Evróputúrinn: Wiesberger missti ás

Líkurnar að atvinnumaður í golfi fari holu í höggi eru 3000/1.

Hverjar skyldu þá vera líkurnar á að fara „næstum því holu í höggi?“ Við verðum að ímynda okkur þær líkur.

Bernd Wiesberger komst býsna nærri því að fara holu í höggi á Abu Dhabi HSBC Championship í dag.

Höggið góða, eða sárgrætilega? kom á par-3 15. braut á lokahring Abu Dhabi HSBC Championship.

Boltinn vildi bara ekki oní og stoppaði á holubarminum!

Sjá má myndskeið af því þegar Wiesberger missir af ásnum með því að SMELLA HÉR: