Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2018 | 04:30

Ólafía Þórunn hitti John Rahm

Einn íslenskra kylfinga sem hitt hefir hinn nýja nr. 2 á heimslistanum, Jon Rahm, er Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir.

Jon Rahm vann sem kunnugt er 2. mót sitt á PGA Tour í gær, á afmælisdegi Jack Nicklaus, 21. janúar 2018; velti Jordan Spieth úr sessi og komst þar með í 2. sæti heimslistans.

Einn af styrktaraðilum Rahm er KPMG og hitti Ólafía Þórunn, sem einnig er styrkt af KPMG, Rahm í hittingi á vegum KPMG.

Mynd var tekin af þeim Jon og Ólafíu við það tækifæri, sem margir hafa séð.

Við myndina sem birtist á vefsíðu Ólafíu Þórunnar stendur:  💪 We both got guns @jonrahm (lausleg íslensk þýðing: við erum bæði með byssur@jonrahm) en þar er vísað til sterkra upphandleggsvöðva beggja, sem kostur er að hafa í golfi!