Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2018 | 12:00

Evróputúrinn: Fleetwood varði titil sinn í Abu Dhabi – Hápunktar 4. dags

Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood sigraði í dag á Abu Dhabi HSBC Championship og varði þar með titil sinn.

 

Sigurskor Fleetwood var 22 undir pari, 266 högg (66 68 67 65) og hann hlaut að launum sigurtékka upp á € 408,597 (u.þ.b. 51,5 milljónir íslenskra króna).

Ég er miklu tilfinningasamari núna en á síðasta ári,“ viðurkenndi Fleetwood þegar sigurinn var í höfn. „Ég veit ekki af hverju. Ég vildi bara virkilega vinna þetta. Ég átti ár ævinnar í fyrra. Það er skrítinn tilfinning að verja titilinn vegna þess að hann er þinn og maður vill ekki láta hann. Þannig að halda honum eitt ár í viðbót er næs

Í 2. sæti varð Ross Fisher, 2 höggum á eftir Fleetwood, þ.e. á samtals 20 undir pari.

Síðan deildu fyrrum nr. 1 á heimlistanum Rory McIlroy, en mótið var fyrsta mót hans í 3 1/2 mánuð í keppnisgolfi og Matthew Fitzpatrick 3. sætinu á samtals 18 undir pari, hvor.

Þetta er ótrúlegt,“ sagði Rory um sigur Tommy Fleetwood. „Það setja svona hring saman hérna úti í dag; 65 við þessar aðstæður er áhrifamikið og 6 undir á seinni 9 þegar hann þarfnaðist þeirra. Hann (Tommy) er frábær viðbót við golfheiminn; frábær viðbót við Evróputúrinnog hann mun vera frábær viðbót við Ryderbikarsliðið í september.

Um gengi sitt sagði Rory: „Ég er virkilega ánægður með hvernig ég spilaði í þessari viku. Leikurinn minn er í góðu formi og ég sá nokkur virkilega, virkilega góð teikn. Þannig að ég hlakka til næstu viku í Dubai og hlakka augljóslega til afgangsins af tímabilinu.“

Til þess að sjá lokastöðuna á Abu Dhabi HSBC Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Abu Dhabi HSBC Championship SMELLIÐ HÉR: