
PGA: Jon Rahm sigraði á CareerBuilder Challenge – Hápunktar 4. dags
Spænski kylfingurinn Jon Rahm sigraði á CareerBuilder Challenge, móti vikunnar á PGA Tour, eftir bráðabana við Andrew Landry.
Eftir hefðbundnar 72 holur voru þeir Rahm og Landry efstir og jafnir; báðir búnir að spila á 22 undir pari.
Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Rahm betur á 4. holu bráðabanans.
Þetta er 2. sigur Rahm á PGA Tour og 4. sigur hans á heimsvísu.
Rahm tók forystu þegar á fimmtudaginn þ.e. 1. mótsdegi með frábærum hring upp á 62 sem hann fylgdi síðan eftir með hringjum upp á 67 og 70. Lokahringinn spilaði Rahm á 67.
Með þessum sigri fer Rahm í 2. sæti heimslistans og veltir þar með Jordan Spieth úr því sæti.
Landry (63 65 70 68) hefir sigrað tvívegis á Web.com Tour en aldrei á PGA Tour og þetta hefði verið fyrsti sigur hans á PGA auk þess sem hann hefði tryggt kortið sitt út 2019-2020 keppnistímabilið og hlotið boð um að spila á Masters, Players, og PGA Championship. En 2. sætið er besti árangur hans á PGA Tour til þessa.
Þriðja sætinu deildu John Huh og Adam Hadwin og Martin Piller á 20 undir pari og jafnir í 6. sæti voru Kevin Chappell og Scott Piercy á samtals 19 undir pari, hvor.
Barnabarn Arnold Palmer, Sam Saunders átti besta skor lokahringsins 8 undir pari, 64 högg og lauk keppni á samtals 18 undir pari og T-8, sem er besti árangur hans á PGA Tour.
Austin Cook sem var í forystu fyrir lokahringinn fataðist flugið, lék lokahringinn á 3 yfir pari, 75 höggum og rann niður skortöfluna í 14. sætið.
Til þess að sjá lokastöðuna á CareerBuilder Challenge SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á CareerBuilder Challenge SMELLIÐ HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster