Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2018 | 15:00
Evróputúrinn: Li sigurvegari í Dubaí – Hápunktar 4. dags

Það var Haotong Li, sem skrifaði sig í golfsögubækurnar þegar hann varð fyrsti Kínverjinn til þess að sigra á Omega Dubaí Desert Classic. Li lék á samtals 23 undir pari, 265 höggum (66 66 64 69). Í 2. sæti varð Rory McIlroy, aðeins 1 höggi á eftir á samtasl 22 undir pari – sem er frábært þegar litið er til þess að þetta er 2. mót Rory eftir meiðsl. Í 3. sæti varð síðan Tyrrell Hatton á samtals 20 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2018 | 10:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Laetitia Beck (35/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2018 | 08:00
PGA: Noren leiðir á Farmers – Hápunktar 3. dags

Það er sænski kylfingurinn Alexander (Alex) Noren sem leiðir á Farmers Insurance Open. Hann er einn á toppnum fyrir lokahringinn á 11 undir pari, 205 höggum (70 66 69). Í 2. sæti er Ryan Palmer, 1 höggi á eftir þ.e. á 10 undir pari og þriðja sætinu deila þeir JB Holmes og Michael Kim, enn einu höggi á eftir, þ.e. á 9 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2018 | 18:00
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Laurie Canter (20/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú hafa verið kynntir þeir 3 sem deildu 15. sætinu og komust þannig inn á Evróputúrinn. Í dag verður byrjað að kynna þá sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Byrjað verður að kynna Laurie Canter. Laurie Canter fæddist 3. nóvember 1989 í Bath, Englandi og er því 28 ára. Canter veit það líklegast Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2018 | 17:00
Afmæliskylfingur dagsins: Jonathan Currie Byrd – 27. janúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Jonathan Currie Byrd. Mike er fæddur 27. janúar 1978 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Golf 1 hefir nú nýlega kynnt afmæliskylfinginn, sem einn af „nýju“ strákunum á PGA og má sjá þá kynningu á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Hill, 27. janúar 1939 (79 ára); Albert Woody Austin II, 27. janúar 1964 (54 ára); Dagmar Sigurðardóttir, 27. janúar 1967 (51 árs); Bryce Molder, 27. janúar 1979 (38 ára) ….. og….. Saumakona Handcrafts Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2018 | 15:46
LPGA: Hvasst á Bahamas – Rástímar færðir til – Ólafía fer út kl. 19:31 – Mót stytt

Það er enn hvasst á Bahamas og hafa rástímar verið færðir til í allan dag. Golf 1 var með frétt þess efnis að Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir færi út kl. 15:46 að staðartíma hér á Íslandi, en það nýjasta er að hún fer út kl. 14:31 að staðartíma á Bahamas vegna tilfærslna á rástímum (en það er kl. 19:31 í kvöld að íslenskum tíma). Jafnframt hefir Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótið verið stytt í 54 holu mót. Spurning hvort það er betra fyrir Ólafíu Þórunni? Allaveganna er slæmt að vera í svona móti þar sem er endalaus bið og veður er slæmt! Vonandi bara að Ólafíu gangi sem allra Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2018 | 15:00
Evróputúrinn: Li í forystu f. lokahringinn í Dubaí – Hápunktar 3. dags

Það er kínverski kylfingurinn Haotong Li sem er í forystu fyrir lokahring Omega Dubaí Desert Classic. Li er búinn að spila hringina 3 á samtals 20 undir pari (66 66 64). Á hæla hans er Rory McIlroy, á samtals 19 undir pari. Spurning hvort Li takist að halda haus á morgun? Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags a Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2018 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Lucrezia Colombotto Rosso (5/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2018 | 09:00
Lið Íslands varð í 8. sæti á Octagonal Match

Sex íslenskir kylfingar á aldrinum 17-23 ára hófu keppni þriðjudaginn 23. janúar á 1st Octagonal Match mótinu. Mótið fór fram á Costa Ballena á Spáni og lauk í gær, 26. janúar 2018. Ísland var í riðli með Þýskalandi, Spáni og Englandi í riðli. Í hinum riðlinum voru Holland, Ítalía, Finnland og Tékkland en þjálfari Tékka er Staffan Johansson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ var með kylfingunum á Costa Ballena. Í liði Íslands voru eftirfandi kylfingar: Henning Darri Þórðarson (GK), Vikar Jónasson (GK). Tumi Hrafn Kúld (GA), Hlynur Bergsson (GKG), Hákon Örn Magnússon (GR) og Jóhannes Guðmundsson (GR). Skemmst er frá því að segja að lið Íslands tapaði öllum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2018 | 07:00
PGA: Ryan Palmer leiðir á Farmers í hálfleik – Hápunktar 2. dags

Það er Ryan Palmer sem er efstur á Farmers Insurance Open mótinu. Palmer er búinn að spila á 11 undir pari, 133 höggum (66 67). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er spænski kylfingurinn Jon Rahm. Þriðja sætinu deila forystumaður 1. dags Tony Finau og Luke List á samtals 9 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sja hápunkta 2. dags á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

