Alex Noren
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2018 | 08:00

PGA: Noren leiðir á Farmers – Hápunktar 3. dags

Það er sænski kylfingurinn Alexander (Alex) Noren sem leiðir á Farmers Insurance Open.

Hann er einn á toppnum fyrir lokahringinn á 11 undir pari, 205 höggum (70 66 69).

Í 2. sæti er Ryan Palmer, 1 höggi á eftir þ.e. á 10 undir pari og þriðja sætinu deila þeir JB Holmes og Michael Kim, enn einu höggi á eftir, þ.e. á 9 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: