Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2018 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2018: Lucrezia Colombotto Rosso (5/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017.

Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.

Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð.

T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25.

Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Stavnar (báðar með örn á par-5 18. holuna þar sem úrslitin réðust).

Þær 4, sem sátu eftir með sárt ennið voru hin spænska Maria Palacios Siegenthaler; Julie Aime frá Frakklandi; Kiran Matharu frá Englandi og Tiia Koivisto frá Finnlandi.

Þessar tvær heppnu stúlkur, sem unnu í bráðabanaum um 24. og 25. sætin hafa nú verið kynntar og nú erum við að kynna stúlkurnar 5 sem urðu í 19.sæti en það eru Ariane Provot frá Frakklandi; Katja Pogacar frá Slóveníu; Ainil Bakar frá Bandaríkjunum; Sideri Vanova frá Tékklandi og Lucrezia Colombotto Rosso frá Ítalíu.

Allar léku þessar stúlkur á samtals 5 undir pari, 355 höggum.

Ariane Provot og Sideri Vanova hafa verið kynntar og í dag er það Lucrezia Colombotto Rossso frá Ítalíu.

Lucrezia Colombotto Rosso fæddist 7. mars 1996 á Tórínó á Ítalíu og er því 21 árs.

Hún er 1,64 m á hæð og 55 kg.

Á Ítalíu er hún í Circulo Golf Torino.

Hún gerðist atvinnumaður í golfi 1. ágúst 2016.

Sjá má nýlegt viðtal LET við þessa viðkunnanlegu, ungu ítölsku stúlku með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að fræðast meira um Lucreziu má einnig sjá heimasíðu hennar með því að SMELLA HÉR: