Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2018 | 15:00

Evróputúrinn: Li sigurvegari í Dubaí – Hápunktar 4. dags

Það var Haotong Li, sem skrifaði sig í golfsögubækurnar þegar hann varð fyrsti Kínverjinn til þess að sigra á Omega Dubaí Desert Classic.

Li lék á samtals 23 undir pari, 265 höggum (66 66 64 69).

Í 2. sæti varð Rory McIlroy, aðeins 1 höggi á eftir á samtasl 22 undir pari – sem er frábært þegar litið er til þess að þetta er 2. mót Rory eftir meiðsl.

Í 3. sæti varð síðan Tyrrell Hatton á samtals 20 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: