Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2018 | 15:46

LPGA: Hvasst á Bahamas – Rástímar færðir til – Ólafía fer út kl. 19:31 – Mót stytt

Það er enn hvasst á Bahamas og hafa rástímar verið færðir til í allan dag.

Golf 1 var með frétt þess efnis að Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir færi út kl. 15:46 að staðartíma hér á Íslandi, en það nýjasta er að hún fer út kl. 14:31 að staðartíma á Bahamas vegna tilfærslna á rástímum (en það er kl. 19:31 í kvöld að íslenskum tíma).

Jafnframt hefir Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótið verið stytt í 54 holu mót.

Spurning hvort það er betra fyrir Ólafíu Þórunni? Allaveganna er slæmt að vera í svona móti þar sem er endalaus bið og veður er slæmt! Vonandi bara að Ólafíu gangi sem allra best!!!

Sjá má stöðuna á Pure Silk mótinu með því að SMELLA HÉR: