Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2018 | 23:00

PGA: Frábært högg Jimmy Walker

Á 1. hring AT&T Byron Nelson mótsins átti Jimmy Walker hreint og beint töfrahögg. Höggið góða sló Walker úr ómögulegri legu á par-4 18. braut Trinity Forest. Fjarlægðin frá legunni hræðilegu og að holu var u.þ.b. 171 yardar, þ.e. 156 metrar og með því má segja að hann hafi bjargað pari! Þetta hefði svo auðveldlega getað orðið „júmbóskors-hola“ hjá Walker en með þessu höggi sló hann sig í 2. sæti mótsins, sem hann deilir með JJ Spaun! Sjá má frábært högg Jimmy Walker með því að SMELLA HÉR:  Sjá má alla hápunkta í leik Jimmy Walker á 1. hring AT&T með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2018 | 22:45

PGA: Leishman í forystu á AT&T

Það er Ástralinn Marc Leishman, sem er í forystu á AT&T Byron Nelson mótinu, en mótið er mót vikunnar á PGA Tour. Leishman lék á frábærum 10 undir pari, 61 höggi!!! Leishman á 3 högg á þá sem næstir koma en það eru JJ.Spaun og Jimmy Walker, sem báðir hafa spilað á 7 undir pari, 64 höggum, hvor. Spilað er í fyrsta sinn á golfvelli Trinity Forest GC í Dallas, Texas. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á AT&T SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á AT&T SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2018 | 22:01

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst í toppbaráttunni í Svíþjóð

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, eru á meðal keppenda á Stora Hotellet Bryggan Fjällbacka Open mótinu. Leikið er á Fjällbacka Golfklubb vellinum og er mótið hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Guðmundur Ágúst er í toppbaráttunni en hann lék fyrsta hringinn á 67 höggum eða -4. Guðmundur Ágúst fékk alls fjóra fugla á hringnum og tapaði ekki höggi. Hann er T-4 eftir 1. dag Haraldur Franklín lék á parinu eða 71 höggi. Hann er T-34 eftir 1. dag, en hann fékk tvo fugla og tvo skolla á hringnum. Andri Þór er T-106 eftir 1. dag. en hann lék á +4. Andri fékk þrjár fugla og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2018 | 22:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur T-84 e. 1. dag í Belgíu

Birgir Leifur Hafþórsson er meðal keppenda á Belgian Knockout. Spilað er á Rinkven GC, í Antwerpen í Belgíu. Birgir Leifur lék 1. hring á 2 yfir pari, 73 höggum. Á hringnum fékk Birgir Leifur 1 fugl og 3 skolla og er T-84 eftir 1. dag. Aðeins 64 efstu keppendur fá að spila á 3. degi og þá hefst hin belgíska útsláttarkeppni, þar til 1 sigurvegari stendur eftir í lokinn. Það eru 7 kylfingar sem deila efsta sætinu, þ.á.m. Nico Geyger, en allir hafa þessir 7 toppmenn spilað á 4 undir pari, 67 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Belgian Knockout SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2018 | 21:30

LPGA: Ólafía hefir lokið 1. hring á Kingsmill

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk nú í þessu 1. hring á Kingsmill Championship, sem er mót vikunnar á LPGA. Hún lék 1. hring á sléttu pari, 71 höggi og er þegar þetta er ritað T-70, en sú staða getur breyst þar sem svo margir keppendur eiga eftir að ljúka hringjum sínum. Ólafía Þórunn var lengi vel 2 undir pari, og allt leit vel út. Hún fékk fugl þegar á 1. holu sem er par-4 og bætti síðan öðrum fugli við á 7. holu sem er par-5. Ólafía var síðan á parinu, þar til kom að 14. holu, þar sem hún fékk óþarfa skolla, sem hún tók reyndar tilbaka þegar á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Ásta Farestveit – 17. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf Ásta Farestveit. Ólöf Ásta er fædd 17. maí 1969 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri m.a. á Opna Lancôme mótinu á Hellu undanfarin ár. Ólöf Ásta er gift Þráni Bj.Farestveit. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Ólöfu Ástu til hamingju með daginn: Ólöf Ásta Farestveit (49 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tim Sluiter 17. maí 1979 (39 ára); Hunter Mahan 17. maí 1982 (36 ára) og Tinna Jóhannsdóttir, GK, 17. maí 1986 (32 árs). Golf 1 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2018 | 12:00

Lítill aðdáandi hittir Fowler

Rickie Fowler er ekki bara góður kylfingur – hann er líka góður við áhangendur sína. Svo var t.a.m. um lítinn 6 ára snáða, Redick, sem er mikill aðdáandi Rickie. Þegar hann var smábarn hafði mynd verið tekinn af honum og Rickie …. og síðan þá hefir Rickie verið í mesta uppáhaldi. Nú fóru foreldrar Redick með hann á The Players og viti menn Rickie gaf sér tíma til að árita bolta og taka myndir í 2. sinn með litla áhanganda sínum. Sjá má myndskeið af því þegar Redick hitti Rickie í 2. sinn með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2018 | 18:00

LPGA: Ólafía hefur leik kl. 16:21 á morgun á Kingsmill mótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, hefur keppni á morgun á Kingsmill Championship, sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni. Þetta er 10. LPGA mótið sem Ólafía Þórunn spilar í, á þessu keppnistímabili. Með Ólafíu Þórunni í ráshópi eru Lee Lopez og Paula Reto  (sjá má kynningu Golf 1 á Reto með því að SMELLA HÉR). Kingsmill mótið fer fram í Williamsburg, í Virginíuríki og er venju skv. spilað á River vellinum sem er par-71. Ólafía fer út kl. 12:21, sem er kl. 16:21 að íslenskum tíma. Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni alls hins allra besta!!! Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hanna Lilja Sigurðardóttir – 16. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Hanna Lilja Sigurðardóttir, GR. Hanna Lilja er fædd 16. maí 1988 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Hönnu Lilju til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Hanna Lilja Sigurðardóttir – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bækur Og Kiljur, 16. maí 1958 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Ty Armstrong, 16. maí 1959 (59 ára); Valgeir Vilhjálmsson, 16. maí 1969 (49 ára); Enn Þrír Plötusnúðar, 16. maí 1971 (47 ára); Ingi Rúnar Gíslason, 16. maí 1973 (45 ára); Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, 16. maí 1976 (42 ára);  Andres Gonzales, 16. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2018 | 13:15

Evróputúrinn: Mark Wilson látinn

Í dag, 16. maí 2018, fer fram bálför Mark Wilson, sem var fyrsti fjölmiðlafulltrúi Evrópumótaraðarinnar. Wilson, 90 ára, sem var fæddur 13. júlí 1927 og lést 27. apríl 2018, var búinn að vera veikur lengi. Hann vann allan starfsaldur sinn sem blaðamaður og eftir 1953 eingöngu að fréttum tengdum golfi. Wilson var um ævina búinn að vinna á öllum helstu dagblöðum Fleetstreet.  Sjálfur var Wilson liðtækur kylfingur og félagi í Sunningdale, The Berkshire, Royal Mid-Surrey and Pyecombe, rétt hjá Brighton. Jafnframt ferðuðust Mark og Joan Wilson um heiminn og spiluðu marga af bestu golfvöllum heims, s.s. Augusta National, Pebble Beach og Penina í Portúgal, en á síðastnefnda golfstaðnum var hann jafnan Lesa meira