Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2018 | 18:00

LPGA: Ólafía hefur leik kl. 16:21 á morgun á Kingsmill mótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, hefur keppni á morgun á Kingsmill Championship, sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni.

Þetta er 10. LPGA mótið sem Ólafía Þórunn spilar í, á þessu keppnistímabili.

Með Ólafíu Þórunni í ráshópi eru Lee Lopez og Paula Reto  (sjá má kynningu Golf 1 á Reto með því að SMELLA HÉR).

Kingsmill mótið fer fram í Williamsburg, í Virginíuríki og er venju skv. spilað á River vellinum sem er par-71.

Ólafía fer út kl. 12:21, sem er kl. 16:21 að íslenskum tíma.

Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni alls hins allra besta!!!

Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á skortöflu með því að SMELLA HÉR: