P
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2018 | 12:00

Lítill aðdáandi hittir Fowler

Rickie Fowler er ekki bara góður kylfingur – hann er líka góður við áhangendur sína.

Svo var t.a.m. um lítinn 6 ára snáða, Redick, sem er mikill aðdáandi Rickie.

Þegar hann var smábarn hafði mynd verið tekinn af honum og Rickie …. og síðan þá hefir Rickie verið í mesta uppáhaldi.

Nú fóru foreldrar Redick með hann á The Players og viti menn Rickie gaf sér tíma til að árita bolta og taka myndir í 2. sinn með litla áhanganda sínum.

Sjá má myndskeið af því þegar Redick hitti Rickie í 2. sinn með því að SMELLA HÉR: