Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2018 | 21:30

LPGA: Ólafía hefir lokið 1. hring á Kingsmill

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk nú í þessu 1. hring á Kingsmill Championship, sem er mót vikunnar á LPGA.

Hún lék 1. hring á sléttu pari, 71 höggi og er þegar þetta er ritað T-70, en sú staða getur breyst þar sem svo margir keppendur eiga eftir að ljúka hringjum sínum.

Ólafía Þórunn var lengi vel 2 undir pari, og allt leit vel út.

Hún fékk fugl þegar á 1. holu sem er par-4 og bætti síðan öðrum fugli við á 7. holu sem er par-5.

Ólafía var síðan á parinu, þar til kom að 14. holu, þar sem hún fékk óþarfa skolla, sem hún tók reyndar tilbaka þegar á 15. holu með fugli.

Síðan kom slæmur skrambi á 16. holu, en Ólafíu tókst að halda jafnvægi og paraði síðustu tvær holurnar.

Allt lítur vel út.  Efstar á 65 höggum eru 3 kylfingar: Jessica Korda og Annie Park frá Bandaríkjunum og hin spænska Azahara Muñoz, sem ekki hefir sést ofarlega á skortöflum lengi.

Sjá má stöðuna á Kingsmill Championship með því að SMELLA HÉR: