Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2018 | 22:45

PGA: Leishman í forystu á AT&T

Það er Ástralinn Marc Leishman, sem er í forystu á AT&T Byron Nelson mótinu, en mótið er mót vikunnar á PGA Tour.

Leishman lék á frábærum 10 undir pari, 61 höggi!!!

Leishman á 3 högg á þá sem næstir koma en það eru JJ.Spaun og Jimmy Walker, sem báðir hafa spilað á 7 undir pari, 64 höggum, hvor.

Spilað er í fyrsta sinn á golfvelli Trinity Forest GC í Dallas, Texas.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á AT&T SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á AT&T SMELLIÐ HÉR: