Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2018 | 22:01

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst í toppbaráttunni í Svíþjóð

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, eru á meðal keppenda á Stora Hotellet Bryggan Fjällbacka Open mótinu.

Leikið er á Fjällbacka Golfklubb vellinum og er mótið hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni.

Guðmundur Ágúst er í toppbaráttunni en hann lék fyrsta hringinn á 67 höggum eða -4. Guðmundur Ágúst fékk alls fjóra fugla á hringnum og tapaði ekki höggi. Hann er T-4 eftir 1. dag

Haraldur Franklín lék á parinu eða 71 höggi. Hann er T-34 eftir 1. dag, en hann fékk tvo fugla og tvo skolla á hringnum.

Andri Þór er T-106 eftir 1. dag. en hann lék á +4. Andri fékk þrjár fugla og sjö skolla á hringnum.

Til þess að sjá stöðuna á  Stora Hotellet Bryggan Fjällbacka Open mótinu SMELLIÐ HÉR:

Texti: GSÍ