Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2018 | 22:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur T-84 e. 1. dag í Belgíu

Birgir Leifur Hafþórsson er meðal keppenda á Belgian Knockout.

Spilað er á Rinkven GC, í Antwerpen í Belgíu.

Birgir Leifur lék 1. hring á 2 yfir pari, 73 höggum.

Á hringnum fékk Birgir Leifur 1 fugl og 3 skolla og er T-84 eftir 1. dag.

Aðeins 64 efstu keppendur fá að spila á 3. degi og þá hefst hin belgíska útsláttarkeppni, þar til 1 sigurvegari stendur eftir í lokinn.

Það eru 7 kylfingar sem deila efsta sætinu, þ.á.m. Nico Geyger, en allir hafa þessir 7 toppmenn spilað á 4 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Belgian Knockout SMELLIÐ HÉR: