Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2018 | 23:00

PGA: Frábært högg Jimmy Walker

Á 1. hring AT&T Byron Nelson mótsins átti Jimmy Walker hreint og beint töfrahögg.

Höggið góða sló Walker úr ómögulegri legu á par-4 18. braut Trinity Forest.

Fjarlægðin frá legunni hræðilegu og að holu var u.þ.b. 171 yardar, þ.e. 156 metrar og með því má segja að hann hafi bjargað pari!

Þetta hefði svo auðveldlega getað orðið „júmbóskors-hola“ hjá Walker en með þessu höggi sló hann sig í 2. sæti mótsins, sem hann deilir með JJ Spaun!

Sjá má frábært högg Jimmy Walker með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má alla hápunkta í leik Jimmy Walker á 1. hring AT&T með því að SMELLA HÉR: