Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2016 | 15:00

Tiger: „Allir halda að ég sé búinn að vera“

Tiger Woods er aldrei fjarri fyrirsögnum í allskyns golffréttum og í fréttum utan vallar, líka. En á undanförnum mánuðum hefir sá kvittur verið að breiðast út að dagar hans á golfvellinum séu taldir; hann er orðinn 40 (eins og það sé einhver dauðadómur!) og hann er sífellt meiddur (sem er öllu verra). Félagi Tiger á PGA Tour, Jimmy Walker talaði við hann um daginn í boði golfgoðsagnarinnar Jack Nicklaus, sem var að hrista bandaríska Ryder Cup liðið saman og sagði síðan á Golf Channel í viðtali hvað þeim hefði farið á milli. Jimmy sagði eftirfarandi: „Ég talaði við hann (Tiger) aðeins í sekúndu. Og ég sagði: „Vá, þú stendur þá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Sherman Santiwiwatthanaphong – (22/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 18 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu; þær 5 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2016 | 13:00

GO: Tryggvi Ölver valinn vallarstjóri ársins

Tryggvi Ölver Gunnarsson, vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Oddi, var valinn vallarstjóri ársins 2015 á aðalfundi Samtaka Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi sem fram fór síðastliðinn föstudag. Tryggvi Ölver er vel að þessum verðlaunum kominn en undir hans stjórn skartaði Urriðavöllur sínu fegursta síðastliðið sumar og á Tryggvi mikið hrós skilið fyrir sitt starf. Urriðavöllur hefur líklega aldrei verið í eins góðu ásigkomulagi og síðastliðið sumar. „Ég er mjög kátur með þessa útnefningu og þetta er mikill heiður. Það er auðvitað ekki ég einn sem hlýt þessa viðurkenningu því ég deili henni með öðrum starfsmönnum vallarsins sem hafa unnið frábært starf á síðustu árum. Við erum búnir að vinna saman í mörg Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2016 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Adam Scott? (2. grein af 5)

Hér verður fram haldið með kynningu á Masters risamóta sigurvegaranum 2013 og sigurvegara The Honda Classic 2016 Adam Scott, fyrsta Ástralans til þess að klæðast græna jakkanum á Augusta Natioanal eftir sigur í Masters. Atvinnumennskan – fyrstu árin Scott gerðist atvinnumaður um mitt ár 2000 eftir nokkrar frábærar frammistöður fyrr á árinu á Evrópumótaröðinni. Hann ávann sér kortið sitt á Evrópumótaröðina 2001 eftir aðeins þátttöku í 8 mótum, þar sem besti árangur hans var T-6 í Linde German Masters. Scott  spilaði líka á PGA en náði aðeins niðurskurði 6 sinnum. Ferill Scott hófst eiginlega fyrir alvöru 2001, sem var fyrsta heila árið hans sem atvinnumaður í golfi og það ár vann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2016 | 10:00

Trump vill byggja veggi – hótar að loka Doonbeg

Ein af umdeildustu tillögum forsetaframbjóðandans Donald Trump eru áform hans um að byggja vegg við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna, sem lið í að stöðva komu ólögmætra mexíkanskra innflytjenda í Bandaríkin. Og hann lætur ekki við það sitja. Hann hótar að loka Doonbeg golfvellinum í Clare sýslu á Írlandi, þar sem 230 manns vinna og er milljóna evra virði fyrir sýsluna. Hótunin er sett í tenglsum við beiðni Trump um að fá að byggja 2,8 km langan kalkvegg (maðurinn virðist haldinn einhverri veggjarþráhyggju) í kringum völlinn. Yfirgolfkennari Trump Doonbeg Brian Shaw reyndi að skýra sjónarmið Trump: „Frá því í aftaka stormunum í janúar 2014 þá höfum við tapað u.þ.b. 9 metra lands. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2016 | 08:00

Lydia Ko með áhyggjur af Zika vírusnum á Olympíuleikunum

Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, er með áhyggjur af Zika vírusnum á Olympíuleikunum, sem haldnir verða í ár í Rio, Brasilíu. Svo sem allir vita er golf meðal keppnisgreina á Olympíuleikunum. Í nýlegu viðtali var Lydia að reyna að tala niður áhyggjur sínar. Sjá má myndskeið af viðtalinu við Lydiu Ko með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Pat Perez ————- 1. mars 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Pat Perez. Perez er fæddur 1. mars 1976  í Phoenix, Arizona og á því 40 ára stórafmæli í dag! Perez er af mexíkönsku bergi brotinn og vann fyrsta og eina titil sinn á PGA Tour 2009 á Bob Hope Classic. Hann hefir tvívegis verið í 2. sæti og hæsta rönkun hans á heimslistanum var 49. sætið árið 2009. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Islensk Grafik (47 ára); Jón Hallvarðsson (38 ára); FashionMonster Sölusíða (35 ára) Sigurmann Rafn Sigurmannsson, 1. mars 1983 (33 ára); Opni Listaháskólinn (26 ára) og … Larus Ymir Oskarsson og … Golfeuses de Lorraine Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 14:00

PGA: Lowry blótaði og Kaufman braut kylfu á lokahring Honda Classic

Golf er herramanns- og kvennaíþrótt og þar þykir ekki fínt að vera með kylfuköst og þaðan af síðan að brjóta kylfurnar í æðiskasti yfir slæmu gengi. Hvað þá að blóta og ragna. Ætlast er til af herramönnum og dömum golfíþróttarinnar að þau séu yfirveguð og láti ekki í ljós óæðri tilfinningar þó illa gangi í viðkomandi skipti á vellinum. En golfið er nú einu sinni frústrerandi íþrótt og alltaf í frásögur færandi þegar atvinnumennirnir, sem eiga að vera fyrirmynd annarra kylfinga, brjóta á siðareglum golfsins. Það gerðu þeir Shane Lowry og Smylie Kaufman eins og sjá má í meðfylgjandi frétt sbnation SMELLIÐ HÉR:   Shane blótaði notaði F-orðið bannaða á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 13:54

GO: Vinavellir 2016

Golfklúbburinn Oddur hefur gengið frá samninginum varðandi vinavelli fyrir sumarið 2016. Áfram verða sömu vinavellir og síðastliðið sumar og eru þeir eftirfarandi: Golfklúbbur Borgarness – Hamarsvöllur Golfklúbburinn Geysir – Haukadalsvöllur Golfklúbburinn Glanni við Bifröst – Glannavöllur Golfklúbbur Grindavíkur – Húsatóftavöllur Golfklúbburinn Hellu – Strandavöllur Golfklúbburinn Leynir, Akranesi – Garðavöllur Golfklúbbur Þorlákshafnar – Þorlákshafnarvöllur Golfklúbburinn Oddur er stoltur af því að geta boðið félagsmönnum sínum upp á að leika fyrrgreinda golfvelli á hagstæðum kjörum golfsumarið 2016. Félagar í Golfklúbbnum Oddi greiða flatargjald að upphæð kr. 1.000 – 2.000 eftir því hvaða völl um ræðir. Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér vinavelli GO í sumar og geta félagar hafið leik á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 13:45

Bandaríska háskólagolfið: Theodór og Ari sigursælir í fyrsta móti ársins með Arkansas Monticello

Þeir Theodór Emil Karlsson, GM og Ari Magnússon, GKG, sem báðir leika með golfliði University og Arkansas at Monticello voru sigursælir í fyrsta móti ársins sem var einvígi Southern Arkansas háskólann. Bæði kvenna- og karlalið Arkansas at Monticello háskólans, þ.e. háskóla þeirra Theodórs Emils og Ara unnu! Einvígið fór fram sl. laugardag, þ.e. 27. febrúar 2016 í Mystic Creek CC, í El Dorado, Arkansas. Sjá má umfjöllun um einvígið á heimasíðu Monticello háskólans með því að SMELLA HÉR:  Sjá má úrslitin með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót þeirra Theodórs Emils og Ara verður Dave Falconer Classic mótið sem fram fer í Danville, Arkansas, þann 6. mars n.k.