Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2016 | 10:00

Trump vill byggja veggi – hótar að loka Doonbeg

Ein af umdeildustu tillögum forsetaframbjóðandans Donald Trump eru áform hans um að byggja vegg við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna, sem lið í að stöðva komu ólögmætra mexíkanskra innflytjenda í Bandaríkin.

Og hann lætur ekki við það sitja.

Hann hótar að loka Doonbeg golfvellinum í Clare sýslu á Írlandi, þar sem 230 manns vinna og er milljóna evra virði fyrir sýsluna.

Hótunin er sett í tenglsum við beiðni Trump um að fá að byggja 2,8 km langan kalkvegg (maðurinn virðist haldinn einhverri veggjarþráhyggju) í kringum völlinn.

Yfirgolfkennari Trump Doonbeg Brian Shaw reyndi að skýra sjónarmið Trump: „Frá því í aftaka stormunum í janúar 2014 þá höfum við tapað u.þ.b. 9 metra lands. Árið 2014 var hryllilegt … og þegar í ár höfum við tapað 1 metra lands. Ef eyðingin heldur fram sem horfir þá eru fallega byggingin sem við höfum hér og golfvöllurinn í hættu.“

Tillaga Trump er að byggja 200.000 tonna kalksteinsvegg 2,8 km langan við Doughmore strönd og er áætlaður byggingarkostnaður € 10 milljón.

Við þurfum að bíða til 8. nóvember til að sjá hvort Trump verður forsetaframbjóðandi Repúblíkana en aðeins fram í næsta mánuð, apríl 2016 til að sjá hvort Trump fær leyfi til að byggja vegg við Doonbeg.

Sjá má fallegar myndir frá Trump Internatioanl Doonbeg með því að SMELLA HÉR: 

Það væri synd ef vellinum yrði lokað – en hann er uppáhaldsvöllur margra!