Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 14:00

PGA: Lowry blótaði og Kaufman braut kylfu á lokahring Honda Classic

Golf er herramanns- og kvennaíþrótt og þar þykir ekki fínt að vera með kylfuköst og þaðan af síðan að brjóta kylfurnar í æðiskasti yfir slæmu gengi.

Hvað þá að blóta og ragna.

Ætlast er til af herramönnum og dömum golfíþróttarinnar að þau séu yfirveguð og láti ekki í ljós óæðri tilfinningar þó illa gangi í viðkomandi skipti á vellinum.

En golfið er nú einu sinni frústrerandi íþrótt og alltaf í frásögur færandi þegar atvinnumennirnir, sem eiga að vera fyrirmynd annarra kylfinga, brjóta á siðareglum golfsins.

Það gerðu þeir Shane Lowry og Smylie Kaufman eins og sjá má í meðfylgjandi frétt sbnation SMELLIÐ HÉR:  

Shane blótaði notaði F-orðið bannaða á engilsaxneskri tungu á 17. braut PGA National, þar sem Honda Classic mótið fór fram og Smylie braut kylfu í stundarreiði yfir að ná ekki að slá af teig yfir vatn á par-3 15. holu PGA National!  Boltinn blotnaði og dræverinn fékk að kenna á því!  15.-17. braut PGA National þykja með þeim erfiðari á vellinum.

Shane Lowry tvítaði eftir blótið: „So I said a bad word…. Shoot me!“ (Lausleg þýðing: „Jæja, svo að ég sagði blótsyrði…. skjótið mig!“)

Jamm, ekki beint til fyrirmyndar Lowry!!! Hvorki verknaðurinn né „afsökunarbeiðnin“ … og þaðan af síður að brjóta kylfur!!! Skamm, skamm Kaufman!!!

Þetta er nefnt svona sem dæmi þess hvernig ekki eigi að hegða sér á golfvelli.