Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 13:45

Bandaríska háskólagolfið: Theodór og Ari sigursælir í fyrsta móti ársins með Arkansas Monticello

Þeir Theodór Emil Karlsson, GM og Ari Magnússon, GKG, sem báðir leika með golfliði University og Arkansas at Monticello voru sigursælir í fyrsta móti ársins sem var einvígi Southern Arkansas háskólann.

Bæði kvenna- og karlalið Arkansas at Monticello háskólans, þ.e. háskóla þeirra Theodórs Emils og Ara unnu!

Einvígið fór fram sl. laugardag, þ.e. 27. febrúar 2016 í Mystic Creek CC, í El Dorado, Arkansas.

Sjá má umfjöllun um einvígið á heimasíðu Monticello háskólans með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má úrslitin með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót þeirra Theodórs Emils og Ara verður Dave Falconer Classic mótið sem fram fer í Danville, Arkansas, þann 6. mars n.k.