Pat Perez
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Pat Perez ————- 1. mars 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Pat Perez. Perez er fæddur 1. mars 1976  í Phoenix, Arizona og á því 40 ára stórafmæli í dag! Perez er af mexíkönsku bergi brotinn og vann fyrsta og eina titil sinn á PGA Tour 2009 á Bob Hope Classic. Hann hefir tvívegis verið í 2. sæti og hæsta rönkun hans á heimslistanum var 49. sætið árið 2009.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Islensk Grafik (47 ára); Jón Hallvarðsson (38 ára); FashionMonster Sölusíða (35 ára) Sigurmann Rafn Sigurmannsson, 1. mars 1983 (33 ára); Opni Listaháskólinn (26 ára) og … Larus Ymir Oskarsson og … Golfeuses de Lorraine

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is