Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2016 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Adam Scott? (2. grein af 5)

Hér verður fram haldið með kynningu á Masters risamóta sigurvegaranum 2013 og sigurvegara The Honda Classic 2016 Adam Scott, fyrsta Ástralans til þess að klæðast græna jakkanum á Augusta Natioanal eftir sigur í Masters.

Adam Scott - sigurvegari Alfred Dunhill Championship 2001

Adam Scott – sigurvegari Alfred Dunhill Championship 2001

Atvinnumennskan – fyrstu árin

Scott gerðist atvinnumaður um mitt ár 2000 eftir nokkrar frábærar frammistöður fyrr á árinu á Evrópumótaröðinni. Hann ávann sér kortið sitt á Evrópumótaröðina 2001 eftir aðeins þátttöku í 8 mótum, þar sem besti árangur hans var T-6 í Linde German Masters. Scott  spilaði líka á PGA en náði aðeins niðurskurði 6 sinnum.

Ferill Scott hófst eiginlega fyrir alvöru 2001, sem var fyrsta heila árið hans sem atvinnumaður í golfi og það ár vann hann  Alfred Dunhill Championship í Johannesarborg, í Suður-Afriku sem var fyrsti titill hans sem atvinnumanns.  Þetta var fyrsta mótið sem Scott tók þátt í á árinu og þetta var eins og alltaf samvinnuverkefni milli Evróputúrsins og Sólskinstúrsins. Hann vann Justin Rose með 1 höggi. Scott varð 3 sinnum enn meðal efstu 3í mótum og var nr. 13 á peningalistanum fyrsta keppnistímabil sitt.

Næsta ár, 2002 var Scott einstaklega gott en þá vann hann tvisvar á Evrópumótaröðinni og lauk keppnistímabilinu í 7. sæti á peningalistanum. Fyrra mótið sem hann vann var Qatar Masters, sem hann vann með 6 högga mun á næsta mann. Hann bætti um betur á Scottish PGA Championship þar sem hann hafði sigur með 10 högga mun á næsta mann og lokahring upp á 63 högg!!! Þetta er enn stærsti munur á 1.-2. sæti sem hann hefir náð á ferli sínum. Milli þessara móta tók Scott í fyrsta sinn þátt í Masters mótinu, þar sem hann lauk keppni í virðingaverðu 9. sæti, sem hann deildi með öðrum.

Adam Scott - sigurvegari 1. Deutsch Bank Championship mótsins

Adam Scott – sigurvegari 1. Deutsche Bank Championship mótsins

Árin 2003–2004

Árið 2003 gekk Scott vel í WGC-Accenture Match Play Championship, þ.e. heimsmótinu í holukeppni þar sem hann fór allt í fjögurra manna úrslitin en tapaði síðan fyrir Tiger Woods á 19. holu.  Hann hafði þar áður haft betur gegn Bernhard Langer, Rocco Mediate, Kevin Sutherland og Jay Haas á leið sinni í fjögurra manna úrslitin. Hann sigraði landa sinnPeter Lonard 1up  í keppninni um 3. sætið. Í  ágúst 2003, vann Scott won 4. Evrópumeistaratitil sinn á Scandinavian Masters átti tvö högg á Nick Dougherty. Mánuði síðar fylgdi hann þessum góða árangri eftir með fyrsta sigri sínum á the PGA Tour, en það var á fyrsta Deutsche Bank Championship. Sigurinn kom eftir að Scott hafði tekið þátt í 34. PGA Tour mótinu sínu. Hann var á vallarmeti 62 höggum á 2. hring og var í forystu þá og vann síðan  Rocco Mediate með 4 höggum. Í árslok 2003 lék Scott í fyrsta sinn með Alþjóðliðinu í Forsetabikarnum, og lagði 3 stig (af 5 mögulegum) í púkkið af hálfu Alþjóðaliðsins í jafnri stöðu liðsins 17-17.

Scott sigurvegari The Players Championship 2004

Scott sigurvegari The Players Championship 2004

Sigurinn á Players Championship 2004
Scott náði frekari árangri á PGA Tour 2004 þegar hann vann flaggskipið af mótunum: The Players Championship. Scott var með 2 högga forystu þegar hann fór niður 18. braut en bolti hans lenti í vatni eftir að hann sló aðhöggið á flötina. Einhvern veginn náði hann þó að innsigla titilinn með 40 yarda höggi (13 metra) en þar á eftir setti hann niður 3 metra pútt fyrir skolla og vann þar með Írann Pádraig Harrington. Scott yngsti sigurvegari  The Players Championship, 23 ára. Þremur mánuðum síðar innsiglaði Scott þriðja sigur sinn á  PGA Tour, þegar hann vann Booz Allen Classic. Hann jafnaði mótsmetið í heildarskori 21 undir pari og átti 4 högg á Charles Howell III.

Heimild: Wikipedia