Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2016 | 15:00

Tiger: „Allir halda að ég sé búinn að vera“

Tiger Woods er aldrei fjarri fyrirsögnum í allskyns golffréttum og í fréttum utan vallar, líka.

En á undanförnum mánuðum hefir sá kvittur verið að breiðast út að dagar hans á golfvellinum séu taldir; hann er orðinn 40 (eins og það sé einhver dauðadómur!) og hann er sífellt meiddur (sem er öllu verra).

Félagi Tiger á PGA Tour, Jimmy Walker talaði við hann um daginn í boði golfgoðsagnarinnar Jack Nicklaus, sem var að hrista bandaríska Ryder Cup liðið saman og sagði síðan á Golf Channel í viðtali hvað þeim hefði farið á milli.

Jimmy sagði eftirfarandi: „Ég talaði við hann (Tiger) aðeins í sekúndu. Og ég sagði: „Vá, þú stendur þá enn uppréttur, þú ert ekki dauður.“ Jimmy sagði að Tiger hefði svarað: „Ég veit að allir halda að ég sé dauður, nú.“  Jimmy sagðist hafa sagt: „Ég er feginn að þú ert hér.“ og Tiger svaraði: „Ég myndi ekki hafa viljað missa af því.“

Tiger Woods mun verða í Hazeltine golfklúbbnum þar sem Ryder bikarinn fer fram í haust og margir farnir að spá Bandaríkjamönnum sigri í þetta sinn. A.m.k. róa þeir öllum árum að því nú eftir töp síðustu ára.