Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 13:54

GO: Vinavellir 2016

Golfklúbburinn Oddur hefur gengið frá samninginum varðandi vinavelli fyrir sumarið 2016. Áfram verða sömu vinavellir og síðastliðið sumar og eru þeir eftirfarandi:

Golfklúbbur Borgarness – Hamarsvöllur
Golfklúbburinn Geysir – Haukadalsvöllur
Golfklúbburinn Glanni við Bifröst – Glannavöllur
Golfklúbbur Grindavíkur – Húsatóftavöllur
Golfklúbburinn Hellu – Strandavöllur
Golfklúbburinn Leynir, Akranesi – Garðavöllur
Golfklúbbur Þorlákshafnar – Þorlákshafnarvöllur

Golfklúbburinn Oddur er stoltur af því að geta boðið félagsmönnum sínum upp á að leika fyrrgreinda golfvelli á hagstæðum kjörum golfsumarið 2016. Félagar í Golfklúbbnum Oddi greiða flatargjald að upphæð kr. 1.000 – 2.000 eftir því hvaða völl um ræðir. Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér vinavelli GO í sumar og geta félagar hafið leik á fyrrgreindum völlum frá opnun þeirra í vor.

Heimild: Heimasíða GO