Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2016 | 18:00

Tiger gat varla gengið … og þá fékk hann Bugs, til þess að einbeita sér að e-hv jákvæðu!

Það er mikilvægt að halda sér jákvæðum í golfi og enginn veit það betur en fyrrum nr. 1 á heimslistanum, sem nú er dottinn niður í 448. sætið á heimslistanum. NBC Sports birti frétt þess efnis um jólin að Tiger gæti varla gengið og væri mörg ár frá því að sigra aftur (á golfmóti) og framtíð hans virtist köld sbr. neðangreint tvít. Tvít NBC var svohljóðandi: „Barely able to walk and years away from his last win, Tiger Woods faces a cold future.“) En Tiger kom fram í fjölmiðlum um jólin og benti á allt það sem væri jákvætt í lífi hans börnin hans Sam og Charlie og „nýjasta fjölskyldumeðliminn“, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: María Beautell —– 13. mars 2016

Það er spænski kylfingurinn Maria Beautell, sem er afmæliskylfingur dagsins. Maria er fædd 13. mars 1981 og á því 35 ára afmæli í dag, María er dóttir Carlos Beautell og Rosa Maria Largo af Tenerife, Spáni. María var spænskur meistari í höggleik 1998 og var í heimsbikarsliði Spánar og í spænska landsliðinu. María var í  bandaríska háskólagolfinu og lék með liði Wake Forest, líkt og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir. Beautell vann m.a. DISA Spanish Championship á LET Acciss mótaröðinni í september 2014 og hefir spilað bæði á LET Access og LET.  Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Maríu Beautell með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2016 | 15:00

Ian Poulter klagaði yfir golfbullu í vinnuveitanda hennar

Ian Poulter varð fyrir leiðindum af hálfu golfbullu á Valspar Championship . Reyndar líka á Twitter eftir mótið, þar sem Poulter gekk illa. Bullan skrifaði m.a. á twitter: „@IanJamesPoulter we´re still here swimming circles in your brain. Hit it in the water AGAIN..“ … og fleiri svona meiðandi tvít um Poulter sem gekk ekkert alltof vel í mótinu – lauk keppni á 9 yfir pari og T-69. Golfbullan heitir JJ Downum, en á Twitter segir að maðurinn sé aðstoðar íþróttarstjóri við Florida Southern College (starfstitill mannsins á ensku: Assistant Athletic Director for Development at Florida Southern College) Golfbullan sendi fréttir um skilaboð sín til Poulter á Barstool’s golf og í íþróttafréttamann frá Iowa, í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2016 | 14:00

Evróputúrinn: Hend sigraði á True Thailand Open

Það var Scott Hend sem sigraði á True Thailand Open. Hann lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (68 64 79 68). Piya Swangarunporn frá Thailandi, varð síðan í 2. sæti, 1 höggi á eftir. Í 3. sæti varð síðan Thomas Pieters, á samtals 17 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á true Thailand Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahringsins SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2016 | 09:00

LET: Jung Min Lee sigraði á World Ladies Championship

Það var Jung Min Lee frá Suður-Kóreu sem stóð uppi sem sigurvegari á World Ladies Championship á Mission Hills í Kína í morgun. Þetta er fyrsti sigur Jung Min á Evrópumótaröðinni. Hún lék á samtals 9 undir pari, 279 höggum (69 74 70 66). Jafnar í 2. sæti eru 3 stúlkur: Seung Hyun Lee, Han Sol Ji og Bo Kyung Kim aðeins 1 höggi á eftir löndu sinni. Til þess að sjá lokastöðuna á World Ladies Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2016 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sharmila Nicollet – 12. mars 2016

Það er indverska sjarmadísin Sharmila Nicollet, sem spilar á Evrópumótaröð kvenna, sem er afmæliskylfingur dagisns. Sharmila er fædd 12. mars 1991 og á því 25 ára afmæli í dag. Sjá má kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Wallace William „Wally“ Ulrich, f. 12. mars 1921 – d. 7. apríl 1995; Nubohito Sato, 12. mars 1970 (45 ára); W-7 módelið Minea Blomqvist, 12. mars 1985 (30 ára stórafmæli) og Axel Fannar Elvarsson, GL, 12. mars 1998 (18 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfngnum sem og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2016 | 15:00

Tiger í 448. sæti á heimslistanum

Tiger Woods er farinn að ná nýjum lágpunkti á ferli sínum. Hann er fallin niður í 448. sætið á heimslistanum, sem er það lægsta sem Tiger hefir verið frá upphafi ferils síns. Jú, gott og vel hann er ekki að spila og að jafna sig eftir uppskurð í baki …. …. og á meðan rennur hann niður heimslistann og nýir og yngri kylfingar raða sér upp fyrir ofan hann. Spurning hvort Tiger eigi nokkru sinni eftir að verða nr. 1? Hann segist a.m.k. vera að æfa, muni koma aftur og er að láta sjá sig á fundum hjá Ryder Cup liði Bandaríkjanna!


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2016 | 14:00

Rory svarar 10 spurningum skólakrakka um feril sinn

Fjórfaldur risamótssigurvegarinn Rory McIlroy upplýsti um áhuga sinn á verkefnum um 2. heimstyrjöldina þegar hann svaraði 10 spurningum nemenda úr gamla skólanum sínum:  Sullivan Upper School in Holywood, Belfast. Og þökk sé krökkunum í Sullivan Upper School þá fara hér 10 spurningar sem krakkarnir lögðu fyrir nr. 2 á heimslistanum (Rory) og svör hans: 1 Á ferli þínum, ef þú fengir tækifæri til þess að taka aftur eitt högg á ferli þínum, hvaða högg myndi það vera? Svar Rory: Ég er hræddur um að það sé ekki hægt að taka neitt aftur eða að það séu önnur tækifæri í áhugamanna eða atvinnumennsku í golfi og það er líka eins og það á að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2016 | 13:00

LET: Liu Yu efst þegar 3. hring World Ladies Championship er frestað

Þriðja hring World Ladies Championship var frestað í dag vegna slæms skyggnis. Efst þegar leik var frestað var kínverska stúlkan Liu Yu efst. Hún var þá búin að spila á samtals 7 undir pari (72 69) og var búin að spila 4 holur af 3. hring á 4 undir pari. Í 2. sæti, sem stendur eru Ji Hyun Oh og Han Sol Ji báðar frá Suður-Kóreu, 1 höggi á eftir á samtals 6 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á World Ladies Championship þegar leik var frestað á 3. hring SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2016 | 12:00

Evróputúrinn: Scott efstur e. 3. hring – Sjáið fugl Scott Hend á 17. holu – Hápunktar 3. hrings True Thailand Classic

Í dag var spilaður 3. hringur á True Thailand Classic, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Efstur eftir 3. dag er Ástralinn Scott Hend á 14 undir pari, 202 höggum (68 64 70). Hann átti glæsilegan hring og fékk m.a. fugl á 17. holu, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  Sjá má stöðuna á Thailand True Classic eftir 3. hring með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á True Thailand Classic SMELLIÐ HÉR: