Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2016 | 09:00

LET: Jung Min Lee sigraði á World Ladies Championship

Það var Jung Min Lee frá Suður-Kóreu sem stóð uppi sem sigurvegari á World Ladies Championship á Mission Hills í Kína í morgun.

Þetta er fyrsti sigur Jung Min á Evrópumótaröðinni.

Hún lék á samtals 9 undir pari, 279 höggum (69 74 70 66).

Jafnar í 2. sæti eru 3 stúlkur: Seung Hyun Lee, Han Sol Ji og Bo Kyung Kim aðeins 1 höggi á eftir löndu sinni.

Til þess að sjá lokastöðuna á World Ladies Championship SMELLIÐ HÉR: