Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2016 | 14:00

Rory svarar 10 spurningum skólakrakka um feril sinn

Fjórfaldur risamótssigurvegarinn Rory McIlroy upplýsti um áhuga sinn á verkefnum um 2. heimstyrjöldina þegar hann svaraði 10 spurningum nemenda úr gamla skólanum sínum:  Sullivan Upper School in Holywood, Belfast.

Og þökk sé krökkunum í Sullivan Upper School þá fara hér 10 spurningar sem krakkarnir lögðu fyrir nr. 2 á heimslistanum (Rory) og svör hans:

1 Á ferli þínum, ef þú fengir tækifæri til þess að taka aftur eitt högg á ferli þínum, hvaða högg myndi það vera?

Svar Rory: Ég er hræddur um að það sé ekki hægt að taka neitt aftur eða að það séu önnur tækifæri í áhugamanna eða atvinnumennsku í golfi og það er líka eins og það á að vera. Ég hef ekki komist í gegnum niðurskurð á stórum mótum með 1 höggi – kannski vegna pútts sem ekki datt – og var í uppnámi vegna þess að ég var svo nærri. En ég missti af punktinum: við verðum að taka á okkur mistökin, læra af þeim og reyna að tryggja að við setjum niður púttin í næsta sinn.

2 Hvenær gerðir þú þér grein fyrir að golfið var farið að dómínera og að þú varðst að fara úr skóla til þess að fullnægja draumum þínum?

Svar Rory: Það var tímabil – líklega þegar ég var 13 ára – þegar ég byrjaði að ströggla vegna aukinna heimaverkefna og krafna sem golfdagskráin gerði til mín og væntinga minna. Ég er ekki viss um að ákvörðunin um að hætta í skóla hafi verið ljós í huga mínum, en ég vissi þegar hvorutveggja var metið að orka mín hallaðist örugglega í átt að golfinu.

3 Hverjar eru fyrirmyndir þínar í íþróttum og utan þeirra þegar þú leitar innblásturs?

Svar Rory: Þegar maður ýtir golfi til hliðar um stund þá myndi ég velja Roger Federer sem fyrirmynd í íþróttum og Muhammad Ali bæði sem fyrirmynd innan og utan íþrótta og Nelson Mandela bæði sem sannan og viðvarandi innblástur. Ég trúi því að allir með hæfileika Mandela til þess að þola harðræði og fyrirgefa síðan séu fæddir leiðtogar og fyrirmynd fyrir okkur öll.

 

4 Þegar þú varst krakki hélstu þá nokkru sinni að þú yrðir einn af heimsins bestu kylfingum? Hvenær gerðir þú þér grein fyrir hæfileikum þínum?

Svar Rory: Ég man virkilega ekki eftir því en frá 5 ára aldri hef ég sagt öllum sem vildu hlusta að ég myndi verða einn af bestu kylfingum heims. Þau, að mestu leyti, voru nógu kurteis til þess að umbera mig og klöppuðu mér á höfuðið og sögðu: „Auðvitað muntu verða það, drengur,“ (þ.e. besti kylfingur í heimi. En ég byrjaði virkilega að trúa á sjálfan mig og hæfileika mína þegar ég sigraði á Heims Undir -10 meistaramótinu í Doral, Flórída. Ég var 9 ára og sá í fyrsta skipti að ég var meðal bestu kylfinga heims á mínum aldri.  Þetta ýtti massívt undir sjálfstraustið hjá mér.

5 Ef þú værir ekki atvinnu kylfingur, hvað myndir þú þá vera? 

Svar Rory: Þetta er erfið spurning. ég  hef verið að spila golf svo lengi (síðan ég var 2 ára) að mér finnst erfitt að hugsa um önnur störf. En ef maður hugsar um það núna þá get ég alveg ímyndað mér annað líf, ég sé sjálfan mig í íþróttum eða sem einskonar fitness leiðbeinanda – e.t.v. íþróttakennara.  Fitness er svo stór hluti af lífi mínu nú og hluti af golfstrúktúr mínum að ég held að ég gæti verið góður í því að kenna öðrum um  kosti íþrótta og  fitness. En nú þegar ég er að fá nasaþefinn af golf bissnessnum, þá held ég mig við það í militíðinni.

6 Hvernig hefir það verið að fara úr að búa í Hollywood til þess að ferðast um heiminn?

Svar Rory: Ég var mjög spenntur þegar ég byrjaði á því að ferðast svo mikið. Í raun var ég hissa á að fólk borgaði mér fyrir að spila leikinn sem ég elska. Ég myndi ekki segja að nýjabrumið af því að ferðast til frábærra staða hafi algerlega fjarað út en þetta er meira eins og starf núna og það er mjög þreytandi í lok tímabils. Nú, eru flugin sem ég er mest spenntur yfir þau sem fljúga með mig heim til Norður-Írlands þannig að ég geti farið heim til fjölskyldu og vina. .

7 Hvað er það versta sem þú gerðir af þér í skóla og varst aldrei tekinn fyrir? Varstu nokkru sinni látinn sitja eftir, og ef svo er fyrir hvað? 

Svar Rory:  Í sannleika sagt, gerði ég virkilega aldrei neitt rangt (a.m.k. ekki í mínum augum) í skólanum eða var óþægur á einhvern stóran hátt. Ef það var eitthvað þá var það líklega fyrir að vera með of mikil trúðslæti. Ég sat eftir nokkru sinni en það var fyrir að skila ekki inn heimaverkefnum vegna þess að ég var að spila golf eða vegna þess að ég mætti ekki vegna þess að ég var að spila golf. Þetta varð að ákveðnu þema.

8 Hvað var uppáhaldsfagið þitt í skóla? Hvaða öðru varstu í þegar þú varst í Sullivan (þ.e. skóla)?

Svar Rory: Íþróttir voru augljóslega í uppáhaldi og ekki aðeins golf. Ég var og er enn mikill rugby aðdáandi og hef haldið vináttu við Ulster og írska  rugby leikmanninn Darren Cave, sem einnig er gamall nemandi úr Sullivan. Ég fer enn á alla leiki Ulster og Írlands í rugby ef ég kemst. Það kemur e.t.v. á óvart en ég fór að lesa sögu þegar ég var í skóla. Mér fannst verkefni um heimstyrjöldina síðari áugaverð – kannski þegar ég hef tíma aftur held ég áfram þar sem ég skyldi við.

9 Hver er uppáhalds minningin þín úr Sullivan?

Svar Rory: Sumarleyfin? Nei, ég er að djóka, auðvitað. Ég á hundruðir af frábærum minningum með vinum, sem ég eignaðist bæði í skólanum og utan skóla. Vegna þess að ég bjó svo nálægt skólanum gekk ég þangað á hverjum degi, mér líkuðu líka ferðirnar með skólarútunni. Ég er viss um að það var menntunarvinkill á ferðunum (mig minnir að ein hafi verið í Ulster safnið) en það var gaman og tíminn með vinunum er það sem ég man best eftir.

10 Ef þú gætir breytt einhverju um tímann þinn í Sullivan, hverju myndir þú breyta og af hverju?

Svar Rory: Ég myndi ekki breyta nokkru, eins og ég sagði áður. OK e.t.v. matnum í matsalnum! En í alvöru, að reyna að breyta einhverju sem er liðið, virkar ekki fyrir mig – breytið einhverju sem þið njótið ekki núna fremur en að sjá eftir því síðar.