Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2016 | 13:00

LET: Liu Yu efst þegar 3. hring World Ladies Championship er frestað

Þriðja hring World Ladies Championship var frestað í dag vegna slæms skyggnis.

Efst þegar leik var frestað var kínverska stúlkan Liu Yu efst.

Hún var þá búin að spila á samtals 7 undir pari (72 69) og var búin að spila 4 holur af 3. hring á 4 undir pari.

Í 2. sæti, sem stendur eru Ji Hyun Oh og Han Sol Ji báðar frá Suður-Kóreu, 1 höggi á eftir á samtals 6 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á World Ladies Championship þegar leik var frestað á 3. hring SMELLIÐ HÉR: