Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2016 | 15:00

Ian Poulter klagaði yfir golfbullu í vinnuveitanda hennar

Ian Poulter varð fyrir leiðindum af hálfu golfbullu á Valspar Championship .

Reyndar líka á Twitter eftir mótið, þar sem Poulter gekk illa.

Bullan skrifaði m.a. á twitter:

„@IanJamesPoulter we´re still here swimming circles in your brain. Hit it in the water AGAIN..“

… og fleiri svona meiðandi tvít um Poulter sem gekk ekkert alltof vel í mótinu – lauk keppni á 9 yfir pari og T-69.

Golfbullan heitir JJ Downum, en á Twitter segir að maðurinn sé aðstoðar íþróttarstjóri við Florida Southern College (starfstitill mannsins á ensku: Assistant Athletic Director for Development at Florida Southern College)

Golfbullan sendi fréttir um skilaboð sín til Poulter á Barstool’s golf og í íþróttafréttamann frá Iowa, í von um að birtast í frétt um atvikið.

Ian Poulter tók hins vegar „screen“mynd af tvítum bullunar og sendi vinnuveitendum bullunnar í íþróttadeild FSC. Spurning hvernig þeir taka á málinu?

Verður Downum rekinn fyrir atvikið?  Fylgjendur Poulter á Twitter skiptast í tvö horn – sumum finnst hann OF viðkvæmur, verði að geta tekið gagnrýni, eigi ekki að vera að svara rugli frá golfaðdáenda, sem greinilega hafi fengið sér einum bjór of mikið … og of hart að hann missi e.t.v. starf sitt – öðrum finnst Poulter alveg hafa tekið rétt á málum.