Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022: Gunnlaugur Árni Íslandsmeistari í fl. 17-18 ára pilta
Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 27.-29. ágúst. Leikin var útsláttarkeppni án forgjafar. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, sigraði í flokki 17-18 ára. Í úrslitaleiknum var Jóhann Frank Halldórsson, GR, mótherji Gunnlaugs en úrslitaleikurinn fór 5/4 fyrir Gunnlaug Árna. Dagur Fannar Ólafsson, GR, varð þriðji en hann sigraði Ísleif Arnórsson, GR, 5/4 í leiknum um bronsverðlaunin. Á leið sinni að titlinum sigraði Gunnlaugur Árni, Halldór Viðar Gunnarsson, GR 3/2 í 16-manna úrslitum. Hann sigraði Tómas Huga Ásgeirsson, GK, 1/0 í 8-manna úrslitum. Í undanúrslitum sigraði Gunnlaugur Árni, Ísleif Arnórsson, GR, 8/7. Sjá má alla leiki í flokki 17-18 ára pilta hér að neðan eða með Lesa meira
Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022: Elva María sigraði í flokki 12 ára og yngri hnáta
Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 27.-29. ágúst. Leikin var útsláttarkeppni án forgjafar. Elva María Jónsdóttir, GK, sigraði í flokki 12 ára og yngri. Í úrslitaleiknum var Eirika Malaika Stefánsdóttir, GM, mótherji Elvu Maríu en úrslitaleiknum lauk með 1/0 sigri Elvu Maríu. María Högnadóttir, GSE, varð þriðja en hún sigraði Rögnu Láru Ragnarsdóttur, GR, 2/0, í leiknum um bronsverðlaunin. Á leið sinni að titlinum sigraði Elva María, Rögnu Láru Ragnarsdóttur, 3/1 í undanúrslitu. Elva María sat yfir í 8-manna úrslitum vegna stöðu sinnar á stigalistanum. Sjá má úrslit einstakra leikja á mynd hér að neðan eð með því að SMELLA HÉR:
Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022: Björn Viktor sigraði í fl. 19-21 árs
Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 27.-29. ágúst sl. Leikin var útsláttarkeppni án forgjafar. Skagamaðurinn Björn Viktor Viktorsson, úr Golfklúbbnum Leyni, sigraði í flokki 19-21 árs. Arnór Tjörvi Þórsson, GR og Björn Viktor léku til úrslita þar sem að Björn Viktor hafði betur, 3/1. Logi Sigurðsson, GS, varð þriðji eftir að hafa unnið Hjalta Hlíðberg Jónasson, GKG, í bronsleiknum 4/3. Björn Viktor sat yfir í fyrstu umferð vegna stöðu sinnar á stigalista mótsins. Björn Viktor sigraði Kjartan Óskar Guðmundsson, NK, í 8-manna úrslitum 4/2. Í undanúrslitum var Hjalti Hlíðberg Jónasson, GKG, mótherji Björns, en þeim leik lauk með 4/3 sigri Björns. Sjá má úrslit Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Isao Aoki, Ása Ólafsdóttir og Gísli Sveinbergsson- 31. ágúst 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Gísli Sveinbergsson, Ása Ólafsdóttir og japanski kylfingurinn Isao Aoki. Isao Aoki er fæddur 31. ágúst 1942 og á því 80 ára afmæli í dag. Aoki sigraði 82 sinnum á atvinnumannsferli sínum; þ.á.m. 1 sinni á PGA Tour; 1 sinni á Evróputúrnum og 52 sinnum á japanska PGA túrnum. Besti árangur hans í risamótum er 2. sætið á Opna bandaríska árið 1980. Ása er fædd 31. ágúst 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ásu til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Ása Ólafsdóttir (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Gísli er fæddur 31. Lesa meira
LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Skaftö Open – Linn Grant sigraði!
Skaftö Open fór fram dagana 26.-28. ágúst sl., en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst: LET). Mótsstaður var Skaftö golfklúbburinn, í bænum Fiskebäckskil í Svíþjóð. Meðal þátttakenda var Guðrún Brá Björgvinsdóttir, en hún komst því miður ekki gegnum niðurskurð að þessu sinni, sem var miðaður við samtals 3 yfir pari eða betra, eftir tvo spilaða hringi. Guðrún Brá lék á samtals 5 yfir pari (71 72). Sigurvegari mótsins var heimakonan Linn Grant, en hún lék á samtals 10 undir pari, 197 höggum (67 62 68). Grant átti 1 högg á löndu sína Lisu Pettersson, sem varð í 2. sæti á samtals 9 undir pari. Þriðja sætinu deildu Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2022
Það er danski kylfingurinn Amanda Moltke-Leth. Amanda er fædd í Kaupmannahöfn 30. ágúst 1976 og á því 46 árs afmæli í dag. Foreldrar Amöndu voru diplómatar og var hún því á eilífu flandri um heiminn, þegar hún var yngri. Hún byrjaði ung að spila golf og hætti á LET eftir farsælan feril 2011, til þess að gerast lögreglukona. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Francisco Abreu, 30. ágúst 1943 (79 ára); Erling Svanberg Kristinsson, 30. ágúst 1951 (71 ára); Ingibjörg Snorradóttir, 30. ágúst 1951 (71 ára); Beth Bader, 30. ágúst 1973 (49 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira
PGA: Rory sigraði á Tour Championship 2022
Það var Rory McIlroy, sem stóð uppi sem sigurvegari á Tour Championship. Mótið fór fram venju skv. á East Lake í Atlanta, Georgia, nú dagana 24.-28. ágúst 2022. Sigurskor Rory var samtals 21 undir pari, 263 högg (67 67 66 63). Jafnir í 2. sæti á samtals 20 undir pari voru þeir Sungjae Im og Scottie Scheffler. Sjá má lokastöðuna á Tour Championship með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Albert Þorkelsson og Dóra Eiríksdóttir – 29. ágúst 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir í dag: Albert Þorkelsson og Dóra Eiríksdóttir. Albert var fæddur á Siglufirði 29. ágúst 1922 og hefði því orðið 100 ára í dag, en hann lést 12. febrúar 2008. Albert var einn af stofnendum Golfklúbbs Borgarness árið 1973 og sat í fyrstu stjórn hans. Albert og Sigríður, eiginkona hans, voru gerð að heiðursfélögum GB árið 1996. Albert og Sigríði var veitt gullmerki ÍSÍ á 90 ára afmælishátíð UMSB í apríl 2002. Albert náði mjög góðum árangri í golfíþróttinni og var m.a. valinn í landslið öldunga í golfi. Dóra Eiríksdóttir er fædd 29. ágúst 1952 og fagnar því 70 ára afmæli í dag. Innilega til hamingju með Lesa meira
Áskorendamótaröðin 2022 (5): Úrslit á Bakkakotsvelli
Fimmta og síðasta mótið á Áskorendamótaröðinni fór fram á Bakkakotsvelli, í Mosfellsdal, hja Golfklúbbi Mosfellsbæjar í dag, 28. ágúst 2022. Þátttakendur voru 45 frá 7 golfklúbbum og komu flestir frá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði eða 14. Næstflestir voru heimamenn í GM eða 12 talsins og síðan: frá Nesklúbbnum (7); Golfklúbbi Reykjavíkur (6) og síðan voru 2 þátttakendur frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar; Golfklúbbnum Leyni og Golfklúbbi Suðurnesja. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: 10 ára og yngri hnokkar: 1 sæti Jón Ómar Sveinsson GK 42 högg 2 sæti Jóhannes Rafnar Steingrímsson GR 45 högg 3 sæti Ásgeir Páll Baldursson GM 46 högg 10 ára og yngri tátur: 1 sæti Elva Rún Rafnsdóttir Lesa meira
Íslenska kvennalandsliðið varð í 33. sæti á heimsmeistaramótinu í liðakeppni áhugakylfinga
Íslenska kvennalandsliðið endaði í 33. sæti á Heimsmeistaramótinu í liðakeppni áhugakylfinga, Espirito Santo Trophy. Andrea Bergsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir skipuðu íslenska liðið. Með þeim í för voru þeir Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri og Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari. Mótið fór fram í 29. skipti og hófst keppni miðvikudaginn 24. ágúst og lokadagurinn var 27. ágúst. Keppt var á tveimur völlum. Le Golf National og Golf de Saint-Nom-La-Bretèche, sem eru rétt utan við París í Frakklandi. Svíar fögnuðu Heimsmeistaratitlinum í þriðja sinn eftir spennandi keppni gegn bandaríska liðinu. Liðin voru á sama höggafjölda, 13 höggum undir pari eða 559 högg samtals. Skor sænska keppandans sem taldi ekki í lokaumferðinni var Lesa meira










