Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2022 | 18:00

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022: Björn Viktor sigraði í fl. 19-21 árs

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 27.-29. ágúst sl.

Leikin var útsláttarkeppni án forgjafar.

Skagamaðurinn Björn Viktor Viktorsson, úr Golfklúbbnum Leyni, sigraði í flokki 19-21 árs. Arnór Tjörvi Þórsson, GR og Björn Viktor léku til úrslita þar sem að Björn Viktor hafði betur, 3/1.

Logi Sigurðsson, GS, varð þriðji eftir að hafa unnið Hjalta Hlíðberg Jónasson, GKG, í bronsleiknum 4/3.

Björn Viktor sat yfir í fyrstu umferð vegna stöðu sinnar á stigalista mótsins. Björn Viktor sigraði Kjartan Óskar Guðmundsson, NK, í 8-manna úrslitum 4/2. Í undanúrslitum var Hjalti Hlíðberg Jónasson, GKG, mótherji Björns, en þeim leik lauk með 4/3 sigri Björns.

Sjá má úrslit allra leikja á mynd hér að neðan eða með því að SMELLA HÉR: