Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2022 | 20:00

Íslenska kvennalandsliðið varð í 33. sæti á heimsmeistaramótinu í liðakeppni áhugakylfinga

Íslenska kvennalandsliðið endaði í 33. sæti á Heimsmeistaramótinu í liðakeppni áhugakylfinga, Espirito Santo Trophy. Andrea Bergsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir skipuðu íslenska liðið. Með þeim í för voru þeir Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri og Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari.

Mótið fór fram í 29. skipti og hófst keppni miðvikudaginn 24. ágúst og lokadagurinn var 27. ágúst. Keppt var á tveimur völlum. Le Golf National og Golf de Saint-Nom-La-Bretèche, sem eru rétt utan við París í Frakklandi.

Svíar fögnuðu Heimsmeistaratitlinum í þriðja sinn eftir spennandi keppni gegn bandaríska liðinu. Liðin voru á sama höggafjölda, 13 höggum undir pari eða 559 högg samtals. Skor sænska keppandans sem taldi ekki í lokaumferðinni var einu höggi betra en skor bandaríska liðsins – og það réði úrslitum.

Þýskaland og Japan komu þar á eftir á 560 höggum og deildu þau bronsverðlaununum.

Næsta Heimsmeistaramót fer fram árið 2023 þar sem að keppt verður í október í Dubai.

Mótið var 72 holu höggleikur, og 2 bestu skorin af alls 3 töldu á hverjum degi.

Skor íslenska liðsins:
150-150-151=602
Ragnhildur Kristinsdóttir (76 – 77 – 73 – 76) 302 högg
Hulda Clara Gestsdóttir (75 – 73 – 77 – 78) 303 högg
Andrea Bergsdóttir (77 – 78 – 77 – 75) 307 högg

Til þess að sjá úrslitin í liðakeppninni SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá úrslitin í einstaklingskeppninni SMELLIÐ HÉR: