Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2022 | 20:00

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022: Elva María sigraði í flokki 12 ára og yngri hnáta

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 27.-29. ágúst.

Leikin var útsláttarkeppni án forgjafar.

Elva María Jónsdóttir, GK, sigraði í flokki 12 ára og yngri. Í úrslitaleiknum var Eirika Malaika Stefánsdóttir, GM, mótherji Elvu Maríu en úrslitaleiknum lauk með 1/0 sigri Elvu Maríu.

María Högnadóttir, GSE, varð þriðja en hún sigraði Rögnu Láru Ragnarsdóttur, GR, 2/0, í leiknum um bronsverðlaunin.

Á leið sinni að titlinum sigraði Elva María, Rögnu Láru Ragnarsdóttur, 3/1 í undanúrslitu. Elva María sat yfir í 8-manna úrslitum vegna stöðu sinnar á stigalistanum.

Sjá má úrslit einstakra leikja á mynd hér að neðan eð með því að SMELLA HÉR: