Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2022 | 19:00

Unglingamótaröðin 2022: Pamela Ósk stigameistari í fl. 13-14 ára stelpna

Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, er stigameistari í flokki 13-14 ára stúlkna 2022 á unglingamótaröð GSÍ. Pamela sigraði á fjórum mótum af alls fimm á tímabilinu og fagnaði Íslandsmeistaratitli í höggleik og holukeppni. Hún varð einu sinni í öðru sæti. Vala María Sturludóttur, GL, varð önnur á stigalistanum. Hún var ávallt á meðal fimm efstu á mótum tímabilsins, þrívegis í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti. Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG, varð þriðja á stigalistanum. Hún sigraði á einu móti og varð einu sinni í þriðja sæti. Sjá má stigalistann í heild með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2022 | 18:00

LET: Anne Charlotte Mora sigraði á Åland 100 Ladies Open

Åland 100 Ladies Open var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (Ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET). Mótið fór fram á Álandi, í Ålands Golf Club, dagarna 1.-3. september 2022. Sigurvegari varð Anne Charlotte Mora, frá Frakklandi, en hún lék á samtals 8 undir pari, 208 höggum (70 70 68). Í 2. sæti varð heimakonan Lisa Petterson, 1 höggi á eftir Mora á samtals 7 undir pari og þriðja varð hin spænska Ana Pelaez Trivino á samtals 6 undir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var meðal þátttakenda í mótinu og komst því miður ekki í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við samtals 8 yfir pari eða betra eftir 2 spilaða hringi. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2022 | 17:00

Unglingamótaröðin 2022: Arnar Daði stigameistari í fl. 13-14 ára stráka

Fjórir kylfingar úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar enduðu í fjórum efstu sætunum á stigalista unglingamótaraðar GSÍ 2022 í flokki 13-14 ára pilta. Arnar Daði Svavarsson, GKG, er stigameistari 2022 í þessum aldursflokki. Arnar Daði sigraði á þremur mótum af alls fimm á tímabilinu og þar á meðal fagnaði hann Íslandsmeistaratitlinum í höggleik. Hann varð einu sinni í þriðja sæti og jafn í fimmta sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. Gunnar Þór Heimisson, GKG, sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni í þessum aldursflokki, hann varð annar á tveimur mótum og þar á meðal Íslandsmótinu í höggleik. Snorri Hjaltason, GKG, varð þriðji en hann sigraði á einu móti á tímabilinu og varð annar á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Kristinsdóttir – 6. september 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Kristinsdóttir . Hún er fædd 6. september 1997 og á því 25 ára stórafmæli í dag! Ragnhildur er afrekskylfingur í GR, sem m.a. varð stigameistari á stigamótaröð GSÍ 2021 Ragnhildur er í framhaldsnámi í Bandaríkjunum við Eastern Kentucky University (EKU) og var m.a. útnefnd íþróttakona ársins við EKU fyrir keppnistímabilið 2021-2022 nú í vor. Hún reyndi fyrir sér í ágúst sl. í úrtökumóti fyrir LPGA, en komst ekki á mótaröðinni í þetta sinn Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Ragnhildur Kristinsdóttir – 25 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Alexa Stirling Fraser, Grétar Agnarsson og Ingvar Karl Hermannsson– 5. september 2022

Það er þrír kylfingar sem eru afmæliskylfingar dagsins: Alexa Stirling Fraser, Grétar Agnarsson.  og Ingvar Karl Hermannsson. Alexa Stirling Fraser, var fædd 5. september 1897 og hefði orðið 125 ára í dag hefði hún lifað, en Alexa dó 15. apríl 1977. Sjá má eldri umfjöllun Golf 1 um Alexu Stirling Fraser í greinaflokknum kylfingar 19. aldar með því að SMELLA HÉR; Grétar Agnars (Gressi) er fæddur 5. september 1972 og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Grétar Agnarsson – 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Þriðji kylfingurinn, sem er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2022 | 23:00

Úrslit á Íslandsmóti golfklúbba í fl. 19-21 árs: Sameiginlegt lið GO&GS sigraði!

Íslandsmót golfklúbba 2022 í flokki 19-21 árs fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 2.-4 september. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í þessum aldursflokki á Íslandsmóti golfklúbba. Alls tóku 9 lið þátt. Á fyrsta keppnisdegi var leikin höggleikur og röðuðust liðin í riðla eftir árangri í höggleiknum. Leikið var í þremur þriggja liða riðlum. Efstu liðin úr A og B riðli léku um Íslandsmeistaratitilinn, liðin í 2. sæti í A og B riðli léku um bronsverðlaunin og liðin í 3. sæti í A og B leika um 5. sætið. Sameiginlegt lið GS og GO stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa lagt GM í úrslitum 2,5 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2022 | 22:00

Úrslit í Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri fór fram 2.-4. september nú í ár. 7 golfklúbbar sendu keppendur 4-6 í sveit og máttu strákar og stelpur vera saman í sveit. Þessir golfklúbbar sendu sveitir í keppnina: GA, GK, GKG, GM, GR, GS og NK. Leiknar voru 9 holur í hverri umferð með Texas Scramble höggleiks fyrirkomulagi, sem skiptist upp í þrjá þriggja holu leiki. Hver þriggja holu leikur gaf eitt flagg. Liðsstjóri ákvað tvo keppendur sem fengu að hefja leik og jafnframt raðaði hann niður varamönnum ef einhverjir voru í liðinu. Hver keppandi varð að leika að minnsta kosti eitt flagg (3 holur). Hver viðureign tveggja klúbba gaf 1 stig því liði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Raymond Floyd og Ásbjörn Björgvinsson – 4. september 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Raymond Floyd og Ásbjörn Björgvinsson. Raymond Floyd er fæddur 4. september 1942 og á því 80 ára merkisafmæli í dag. Floyd gerðist atvinnumaður í golfi 1961. Alls sigraði hann 63 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 22 sinnum á PGA Tour. Hann sigraði 4 sinnum í risamótum; öllum nema Opna breska, þar sem besti árangur hans var T-2 árangur 1978. Raymond var tvígiftur; fyrri konu sína Maríu Fraiettu Floyd, kvæntist Raymond 1973 og giftur hennar þar til hún dó 2012.  Þau eignuðust 3 börn. Raymond kvæntist að nýju 2021, Jennifer Thompson. Þau búa á Palm Beach í Flórída. Ásbjörn Björgvinsson er fæddur 4. september 1957 og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (35/2022)

Annar makinn kemur aftur af golfvellinum. Hinn makinn: „Jæja, hvernig gekk á golfvellinum í dag?“ Fyrri makinn: „Ó, á fyrstu holu var ég með tólfu;  á annari  tíu högg svo sautján, þrettán og svo aftur tólf.“ „Æi elskan,“ segir hinn markinn, „og eftir það?“ Sá makinn, sem spilaði golf: „Eftir það gekk mér bara illa!!!“

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Einarsdóttir og Þór Geirsson– 3. september 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir:  Hólmfríður Einarsdóttir og Þór Geirsson.  Þór Geirsson á afmæli 3. september 1952 og fagnar því 70 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Þórs til lukku með daginn hér að neðan:   Þór Geirsson 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Hólmfríður Einarsdóttir er fædd 3. september 1972 og á því stórafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og jafnframt klúbbmeistari Golfklúbbs Úthlíðar í kvennaflokki, tvö ár í röð, 2012 og 2013. Reyndar urðu þau mæðgin, þ.e. Hólmfríður og sonur hennar, afrekskylfingurinn Emil Þór Ragnarsson, klúbbmeistarar Úthlíðar 2013. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Lesa meira