Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2022 | 19:00

Unglingamótaröðin 2022: Pamela Ósk stigameistari í fl. 13-14 ára stelpna

Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, er stigameistari í flokki 13-14 ára stúlkna 2022 á unglingamótaröð GSÍ.

Pamela sigraði á fjórum mótum af alls fimm á tímabilinu og fagnaði Íslandsmeistaratitli í höggleik og holukeppni. Hún varð einu sinni í öðru sæti.

Vala María Sturludóttur, GL, varð önnur á stigalistanum. Hún var ávallt á meðal fimm efstu á mótum tímabilsins, þrívegis í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti.

Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG, varð þriðja á stigalistanum. Hún sigraði á einu móti og varð einu sinni í þriðja sæti.

Sjá má stigalistann í heild með því að SMELLA HÉR: