Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Einarsdóttir og Þór Geirsson– 3. september 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir:  Hólmfríður Einarsdóttir og Þór Geirsson. 

Þór Geirsson á afmæli 3. september 1952 og fagnar því 70 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Þórs til lukku með daginn hér að neðan:

 

Þór Geirsson 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!

Hólmfríður Einarsdóttir er fædd 3. september 1972 og á því stórafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og jafnframt klúbbmeistari Golfklúbbs Úthlíðar í kvennaflokki, tvö ár í röð, 2012 og 2013. Reyndar urðu þau mæðgin, þ.e. Hólmfríður og sonur hennar, afrekskylfingurinn Emil Þór Ragnarsson, klúbbmeistarar Úthlíðar 2013. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Hólmfríði með því að SMELLA HÉR:

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hólmfríði til lukku með daginn hér að neðan:


Hólmfríður Einarsdóttir, GKG & GÚ – Innilega til hamingju með afmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þór Geirsson GVG, 3. september 1952 (70 ára); Svanhildur Gestsdóttir, GR, 3. september 1964 (58 ára); Robert Karlsson, 3. september 1969 (53 ára ); Hólmfríður Einarsdóttir, 3. september 1972 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!) …… og …….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is