Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2022 | 22:00

Úrslit í Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri fór fram 2.-4. september nú í ár.

7 golfklúbbar sendu keppendur 4-6 í sveit og máttu strákar og stelpur vera saman í sveit.

Þessir golfklúbbar sendu sveitir í keppnina: GA, GK, GKG, GM, GR, GS og NK.

Leiknar voru 9 holur í hverri umferð með Texas Scramble höggleiks fyrirkomulagi, sem skiptist upp í þrjá þriggja holu leiki. Hver þriggja holu leikur gaf eitt flagg.

Liðsstjóri ákvað tvo keppendur sem fengu að hefja leik og jafnframt raðaði hann niður varamönnum ef einhverjir voru í liðinu. Hver keppandi varð að leika að minnsta kosti eitt flagg (3 holur).

Hver viðureign tveggja klúbba gaf 1 stig því liði sem sigrar. Alls voru 6 flögg í pottinum og það lið sem lék á færri höggum samtals hvern þriggja holu leik vann það flagg. Það lið sem vann fleiri flögg samtals vann viðureignina og eitt stig. Ef lið léku þriggja holu leik á jafn mörgum höggum fékk hvort lið hálft flagg. Ef lið skildu jöfn með 3 flögg fékk hvort lið hálft stig.

Hver ráshópur varð að hafa einn fullorðinn einstakling sem hélt utan um skorið. Kylfuberar voru ekki leyfðir.

Keppt var á 3 mótsstöðum: 2. september hjá GR á Korpunni; 3. september hjá GK á Sveinkotsvelli og í Hrauninu og lokadaginn 4. september á Bakkakotsvelli hjá GM; sem sá jafnframt um verðlaunaafhendinu og lokahóf.

Liðunum var skipt upp í 5 deildir: hvítu, rauðu, gulu, grænu og bláu deildina.

Í hvítu deildinni varð sveit GA Íslandsmeistari 12 ára og yngri með 4,5 stig og 19,5 flögg. Þeir sem skipuðu sveitinu voru Arnar Freyr Viðarsson; Ágúst Már Þorvaldsson; Baldur Sam Harley og Egill Örn Jónsson. Liðsstjóri var Þorvaldur Þorsteinsson.

Í rauðu deildinni varð sveit NK Íslandsmeistari 12 ára og yngri með 3 stig og 15 flögg. Þær sem skipuðu sveit NK voru: Júlía Karitas Guðmundsdóttir; Ragnheiður Guðjónsdóttir; Elísabet Þóra Ólafsdóttir; Þórey Berta Arnarsdóttir og Barbara Morey Baldursdóttir.

Í gulu deildinni varð sveit GKG Íslandsmeistari 12 ára og yngri 2.5 stig og 12.5 flögg. Þeir sem skipuðu Íslandsmeistarasveit GKG voru: Einar Örn Össurarson; Alfreð Gísli Gunnarsson; Viktor Breki Kristjánsson; Emil Máni Lúðvíksson; Þorleifur Ingi Birgisson og Helgi Freyr Davíðsson. Liðsstjóri var Úlfar Jónsson.

Í grænu deildinni varð sveit GK Íslandsmeistari 12 ára og yngri með 3 stig og 13.5 flögg. Sveit GK skipuðu þeir: Dagur Emil Gunnarsson; Davið Steinberg Davíðsson; Hilmir Ingvi Heimisson; Brimir Leó Bjarnason; Þórður Bjarki Arnarsson og Sindri Freyr Eyþórsson.

Í bláu deildinni varð sveit GS Íslandsmeistari 12 ára og yngri með 2.5 stig og 12 flögg. Þeir sem skipuðu sveit GS voru Angantýr AtlasonIngi Rafn William Davíðsson; Kolfinnur Skuggi Ævarsson og Daníel Orri Björgvinsson.

Úrslit á Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri má sjá í heild með því að SMELLA HÉR: