LPGA: Gaby Lopez sigraði á Dana Open
Það var Gaby Lopez frá Mexíkó, sem sigraði á Dana Open presented by Marathon mótinu, sem var mót vikunnar á LPGA, dagana 1.-4. september sl. Mótsstaður var s.s. hefðbundið er í Sylvanía, Ohio. Sigurskor Lopez var 18 undir pari, 266 högg (67 – 70 – 66 – 63). Í 2. sæti varð hin bandaríska Meghan Khang og í 3. sæti Caroline Masson frá Þýskalandi. Sjá má lokastöðuna á Dana Open með því að SMELLA HÉR:
Unglingamótaröðin 2022: Elva María Jónsdóttir er stigameistari í fl. 12 ára og yngri stelpna
Elva María Jónsdóttir, GK, er stigameistari 2022 á unglingamótaröð GSÍ í flokki 12 ára og yngri. Eiríka Malaika Stefánsdóttir, GM, varð önnur og María Högnadóttir, GSE, varð þriðja. Elva María tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hún sigraði á báðum Íslandsmótunum, í höggleik og í holukeppni. Eiríka Malaika tók þátt á þremur mótum af alls fimm og hún varð í fjórða sæti á Íslandsmótinu í höggleik og í öðru sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. María tók þátt á tveimur mótum af alls fimm. Hún varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik og í þriðja sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. Til þess að sjá stigalistann í heild sinni SMELLIÐ Lesa meira
Unglingamótaröðin 2022: Hjalti Kristján Hjaltason er stigameistari í fl. 12 ára og yngri stráka
Hjalti Kristján Hjaltason, GM, er stigameistari 2022 á unglingamótaröð GSÍ í flokki 12 ára og yngri. Máni Freyr Vigfússon, GK, varð annar og Björn Breki Halldórsson, GKG, varð þriðji. Hjalti Kristján tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hann sigraði á Íslandsmótinu í höggleik og varð annar á Íslandsmótinu í holukeppni. Hann varð einnig í öðru sæti á fyrsta móti tímabilsins. Máni Freyr lék á öllum fimm mótum tímabilsins. Hann sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni. Hann varð einu sinni í þriðja sæti og einu sinnií því fjórða. Björn Breki tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hann varð einu sinni í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti. Sjá Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Rafn Gissurarson – 8. september 2022
Það er Þórður Rafn Gissurarson sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórður Rafn er fæddur 8. september 1987 og á því 33 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Þórður Rafn Gissurarson – Innilega til hamingju með 35 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólína Þorvarðardóttir, 8. september 1958 (64 ára); Margrét Elsa Sigurðardóttir, 8. september 1966 (56 ára); Ólafur William Hand, 8. september 1968 (54 árs); Cyna Rodriguez, frá Filippseyjum (spilaði á LPGA), 8. september 1991 (31 árs) ….. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að Lesa meira
Evróputúrinn: Oliver Wilson sigraði á „Made in Himmerland“ mótinu
Dagana 1.-4. september 2022 fór fram Made in Himmerland mótið, sem er hluti af Evrópumótaröð karla. Mótið fór fram í HimmerLand, á Farsø, í Danmörku. Sigurvegari mótsins var Englendingurinn Oliver Wilson, en sigurskorið var 21 undir pari, 263 högg (66 65 65 67). Í 2. sæti varð Ewen Fergusson frá Skotlandi,aðeins 1 höggi á eftir á samtals 20 undir pari og í þriðja sæti varð norskur frændi okkar, Kristian Krogh Johannessen á samtals 18 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Made in Himmerland með því að SMELLA HÉR:
Unglingamótaröðin 2022: Logi Sigurðsson stigameistari 19-21 árs pilta
Logi Sigurðsson, GS, er stigameistari 2022 á unglingamótaröð GSÍ í flokki 19-21 ára. Björn Viktor Viktorsson, GL, varð annar og Hjalti Hlíðberg Jónasson, GKG, varð þriðji. Logi tók þátt á fjórum af alls fimm mótum tímabilsins. Hann sigraði á þremur þeirra og þar á meðal á Íslandsmótinu í höggleik. Hann varð þriðji á Íslandsmótinu í holukeppni. Björn Viktor sigraði á einu af fjórum mótum sem hann tók þátt á tímabilinu. Hann fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni. Hann varð annar á einu móti og í fjórða sæti á Íslandsmótinu í höggleik. Hjalti Hlíðberg tók þátt á þremur mótum af alls fimm. Hann varð annar á Íslandsmótinu í höggleik og í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Louise Suggs – 7. september 2022
„Golf er eins og ástarævintýri. Ef þú tekur það ekki alvarlega, þá er ekkert gaman að því, en ef þú gerir það þá mun hjarta þitt bresta. Forðist hjartabresti en daðrið við möguleikann,” er haft eftir einum helsta frumkvöðli LPGA-mótaraðarinnar, Louise Suggs. Það er Louise Suggs, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mae Louise Suggs fæddist 7. september 1923 í Atlanta, Georgia og hefði því orðið 99 ára dag! Louise Suggs lést 7. ágúst 2015. Hún bjó á Delray Beach í Flórída. Bob Hope uppnefndi þessa 1,68 metra háu konu “Miss Sluggs”, sem er ekki sluggsari í beinni þýðingu á íslensku heldur eitthvað meira í áttina að sleggju, því Louise Suggs var Lesa meira
Unglingamótaröðin 2022: Sara Kristinsdóttir stigameistari 17-18 ára stúlkna
Þrír kylfingar úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar röðuðu sér í þrjú efstu sætin á stigalista GSÍ flokki 17-18 ára á stigamótaröðinni 2022. Sara Kristinsdóttir, GM, er stigameistari 2022 á unglingamótaröð GSÍ í flokki 17-18 ára. Berglind Erla Baldursdóttir, GM, varð önnur og Katrín Sól Davíðsdóttir, GM, varð þriðja. Sara tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hún sigraði á fyrstu tveimur mótunum, varð önnur á næstu tveimur og í þriðja sæti á lokamótinu. Hún varð önnur á Íslandsmótinu í höggleik og í þriðja sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. Berglind Erla tók þátt á fjórum mótum af alls fimm. Hún varð Íslandsmeistari í höggleik í þessum aldursflokki. Hún varð önnur á tveimur mótum Lesa meira
Unglingamótaröðin 2022: Gunnlaugur Árni er stigameistari í fl. 17-18 ára pilta
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, er stigameistari 2022 á unglingamótaröð GSÍ flokki 17-18 ára. Jóhann Frank Halldórsson, GR, varð annar og Róbert Leó Arnórsson, GKG, varð þriðji. Gunnlaugur Árni tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hann sigraði á fjórum mótum og varð í öðru sæti á einu. Hann fagnaði báðum Íslandsmeistaratitlunum í þessum aldursflokki, í höggleik og holukeppni. Jóhann Frank tók þátt á fjórum mótum á tímabilinu. Hann sigraði á einu þeirra, varð einu sinni í öðru sæti og í þriðja sæti á einu móti. Hann var alltaf á meðal fjögurra efstu á þeim mótum sem hann tók þátt í. Róbert Leó tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hann Lesa meira
LIV: Dustin Johnson sigraði á LIV Golf Inv. Boston
LIV Golf Invitational Boston, þ.e. mót á sárí-arabísku ofurgolfmótaröðinni mótið fór fram dagana 1.-3. september sl. Spilað var á The International á Eikarvellinum (The Oaks Course). Sigurvegari mótsins varð bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson, eftir bráðabana við Íslandsvininn indverska Anirban Lahiri og Joaquinn Niemann frá Chile. Allir voru þeir á 15 undir pari, 195 höggum, eftir hefðundnar 54 holur. Sjá má lokastöðuna á LIV Golf Invitational Boston með því að SMELLA HÉR:










