Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2022 | 18:00

LET: Anne Charlotte Mora sigraði á Åland 100 Ladies Open

Åland 100 Ladies Open var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (Ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET).

Mótið fór fram á Álandi, í Ålands Golf Club, dagarna 1.-3. september 2022.

Sigurvegari varð Anne Charlotte Mora, frá Frakklandi, en hún lék á samtals 8 undir pari, 208 höggum (70 70 68).

Í 2. sæti varð heimakonan Lisa Petterson, 1 höggi á eftir Mora á samtals 7 undir pari og þriðja varð hin spænska Ana Pelaez Trivino á samtals 6 undir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var meðal þátttakenda í mótinu og komst því miður ekki í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við samtals 8 yfir pari eða betra eftir 2 spilaða hringi. Guðrún lék á samtals 11 yfir pari (82 73) og var því 3 höggum frá því að komast í gegn. Má segja að erfið byrjun í mótinu hafi gert möguleika hennar nánast enga að komast í gegn.

Sjá má lokastöðuna á Åland 100 Ladies Open með því að SMELLA HÉR: