Afmæliskylfingur dagsins: Áslaug Jónsdóttir – 22. september 2022
Það er Áslaug Jónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Áslaug er fædd 22. september 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Áslaug Þóra Jónsdóttir 25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Bland, frá S-Afríku, 22. september 1945 (77 ára); Halldóra Helgadottir, 22. september 1949 (73 ára); Jerry Anderson 22. september 1955 (67 ára); Philip Arnold Blackmar, 22. september 1957 (65 ára AFMÆLI!!!); Greg Bruckner, 22. september 1959 (63 ára); Michele Berteotti, 22. september 1963 (59 ára); Ingólfur Theodor Bachmann, 22. september 1975 (47 ára); Mikaela Parmlid (W-7 módel), 22. september 1980 (42 ára); Joaquin Estevez, (frá Argentínu), 22. Lesa meira
Kristján Þór stigameistari GSÍ 2022
Kristján Þór Einarsson, er stigameistari GSÍ á árinu 2022. Þetta er í annað sinn sem Kristján Þór fagnar þessum titli – en hann er Íslandsmeistari í golfi 2022. Kristján Þór fékk 4017 stig í fimm mótum af alls sex og sigraði með nokkrum yfirburðum. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, varð annar á þessum lista og Kristófer Orri Þórðarson, GKG varð þriðji. Kristján Þór fékk stigameistaratitilinn afhentann í mótslok á Korpubikarnum hjá GR sem lauk í síðdegis í dag. Kristján Þór lék á fimm mótum á tímabilinu og var ávallt á meðal 20 efstu. Hann varð 7. á fyrsta móti ársins B59 Hotel mótinu, og í 14. sæti á Leirumótinu. Á Íslandsmótinu Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Erna Nielsen og Albína Unndórsdóttir – 21. september 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Erna Nielsen og Albína Unndórsdóttir. Erna Nielsen er fædd 21. september 1942 og á því 80 ára merkisafmæli í dag. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Erna Nielsen (Innilega til hamingju með 80 ára merkisafmælið!!!) _______________________________________________________ Albína Unndórsdóttir er fædd 21. september 1947 og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Albína Unndórsdóttir (Innilega til hamingju með 75 ára merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sólveig Leifsdóttir, GÍ, 21. september 1951 (71 Lesa meira
PGA: Max Homa sigraði á Fortinet Championship
Það var bandaríski kylfingurinn Max Homa sem bara sigurorð á 1. móti 2022-2023 keppnistímabilsins á PGA Tour; Fortinet Championship. Mótið fór fram í Napa, Kaliforníu. Sigurskor Homa varð 16 undir pari, 272 högg (65 67 72 68). Aðeins 1 höggi á eftir varð enski Masters-sigurvegarinn Danny Willett. Sjá má lokastöðuna á Fortinet Championship með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Adam Örn Jóhannsson – 20. september 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Adam Örn Jóhannsson. Adam Örn er fæddur 20. september 1980 og er því 42 ára í dag. Adam Örn Jóhannsson · 37 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marty Schiene, 20. september 1958 (64 ára); Becky Larson, 20. september 1961 (61 árs); Jenny Murdock, 20. september 1971 (51 árs); Chad Collins, 20. september 1978 (44 ára – spilar á PGA Tour); Kyle Westmoreland, 20. september 1991 (31 árs); ….. og ….. Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, Lesa meira
Evróputúrinn: MacIntyre sigraði e. bráðabana við Fitz á Opna ítalska
DS Automobiles Italian Open var mót vikunnar á Evrópumótaröð karla og fór fram á Marco Simone golfvellinum í Róm á Ítalíu dagana 15.-18. september sl. Efstir og jafnir eftir 72 holu spil voru Skotinn Robert MacIntyre og hinn enski Matt Fitzpatrick (oft bara nefndur Fitz). Báðir spiluðu á 14 undir pari, 270 höggum. Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði MacIntyre betur og sigraði. Robert MacIntyre er fæddur 3. ágúst 1996 og er því 26 ára. Hann var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði með golfliði McNeese State University í Louisiana. Þetta er 2. sigur hans á Evróputúrnum og sá 3. á atvinnumannsferlinum. Hann var valinn nýliði ársins Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Mel Reid – 19. september 2022
Afmæliskylfingur dagsins er enski Solheim Cup kylfingurinn Melissa Rose (Mel) Reid. Hún er fædd í Derby, Englandi 19. september 1987 og fagnar því 35 ára afmæli í dag. Hún komst ekki í gegnum úrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst.: LET) árið 2007 en spilaði á túrnum í boði styrktaraðila 2008 og það ár varð hún í 12. sæti á peningalistanum og var valin nýliði ársins. Til dagsins í dag hefir Mel sigrað 6 sinnum á LET og einu sinni á LPGA (á Shoprite Classic 4. október 2020). Þekktust er Mel þó líklega fyrir þátttöku sína í Solheim Cup en hún var í vinningsliðum Evrópu 2011 og 2021 og Lesa meira
LET: Marokkanski kylfingurinn Ines Laklalech sigraði á Lacoste Ladies Open
Lacoste Ladies Open de France mótið var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna. Mótið fór fram dagana 15.-17. september sl. og var mótsstaðurinn Golf Barrière, í Deauville, Frakklandi. Sigurvegari mótsins var hin marokkanska Ines Laklalech og hafði hún betur í bráðabana við hina ensku Meghan MacLaren. Báðar voru þær á 14 undir pari, 199 höggum eftir 54 holur. Sigur Ines var sögulegur því með sigrinum varð hún sú fyrsta frá Marokkó, fyrsti arabinn og fyrsti Norður-Afríkubúinn til að sigra á LET!!! Ines er fædd 30. október 1997 í Casablanca í Marokkó og því 24 ára þegar hún vann fyrst marokkanskra kylfinga á LET. Hún spilaði m.a. í bandaríska háskólagolfinu; var í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ari Friðbjörn Guðmundsson – 18. september 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Ari Friðbjörn Guðmundsson. Ari Friðbjörn var fæddur 18. september 1927 og lést 6. september 2003. Hann hefði átt 95 ára afmæli í. Ari var forystumaður í samtökum kylfinga um árabil; m.a. formaður GR á árunum 1976-1978 og í stjórn GSÍ. Þekktari var hann þó fyrir afrek í sundi; tók m.a. þátt í sumarólympíuleikunum í London 1946 og vetrarólympíuleikunum 1952. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steinunn Björk Eggertsdóttir, 18. september 1960 (62 ára); Ásgerður Gísladóttir, GHG, 18. september 1963 (59 ára) ; Svanur Sigurðsson, 18. september 1963 (59 ára); Guðlaugur Þorsteinsson, 18. september 1978 (44 ára); Guðjón Reyr Þorsteinsson, 18. september 1978 (44 ára); Bryggjan Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (37/2022)
Charly spilaði golf í fyrsta skipti á ævinni og segir við vin sinn: „Ég fór þetta á 72 höggum!.“ „Það er ótrúlegt – frábært!!!“ svarar vinurinn. „Já, það gekk reyndar nokkuð vel. Næstu viku spila ég síðan 2. brautina!“










