Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2022 | 22:00

LET: Marokkanski kylfingurinn Ines Laklalech sigraði á Lacoste Ladies Open

Lacoste Ladies Open de France mótið var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna.

Mótið fór fram dagana 15.-17. september sl. og var mótsstaðurinn Golf Barrière, í Deauville, Frakklandi.

Sigurvegari mótsins var hin marokkanska Ines Laklalech og hafði hún betur í bráðabana við hina ensku Meghan MacLaren. Báðar voru þær á 14 undir pari, 199 höggum eftir 54 holur.

Sigur Ines var sögulegur því með sigrinum varð hún sú fyrsta frá Marokkó, fyrsti arabinn og fyrsti Norður-Afríkubúinn til að sigra á LET!!!

Ines er fædd 30. október 1997 í Casablanca í Marokkó og því 24 ára þegar hún vann fyrst marokkanskra kylfinga á LET. Hún spilaði m.a. í bandaríska háskólagolfinu; var í Wake Forest líkt og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir.

Sjá má lokastöðuna á Lacoste Ladies Open de France með því að SMELLA HÉR: