Afmæliskylfingur dagsins: Kristófer Karl Karlsson – 17. september 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Kristófer Karl Karlsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) og Íslandsmeistari 2018 í holukeppni í flokki 17-18 ára pilta. Kristófer Karl er fæddur 17. september 2001 og á því 21 árs afmæli í dag. Kristófer Karl var valinn efnilegastur GKJ-ingurinn um þetta leyti fyrir 9 árum, 2012 (þá 11 ára) og hann hefir svo sannarlega staðið undir því. Það ár (2012) spilaði Kristófer Karl á Áskorendamótaröði Arion banka og þar sigraði hann í 1. og 4. mótinu í strákaflokki. Kristófer Karl sigraði eftirminnilega á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014, sem fram fór á Korpunni. Hann átti m.a. stórglæsilegan hring upp á 4 undir pari, 68 högg!!! Þetta var fyrsti Lesa meira
Veigar Heiðarsson sigraði á Unglingaeinvíginu í Mosó!
Titleist Unglingaeinvígið lauk í dag, 16. september á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Mótið fór nú fram í 18. skipti, en það hefir verið haldið frá árinu 2005. Veigar Heiðarsson úr Golfklúbbi Akureyrar sigraði á lokaholu einvígisins og fékk í verðlaun nýjasta driverinn frá Titleist, Titleist TSr. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS varð í 2. sæti og Heiðar Snær Bjarnason, GOS , landaði þriðja sætinu. Heildarúrslit mótsins voru eftirfarandi: 1. sæti – Veigar Heiðarsson, GA 2. sæti – Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 3. sæti – Heiðar Snær Bjarnason, GOS 4. sæti – Róbert Leó Arnórsson, GKG 5. sæti – Gunnar Þór Heimisson, GKG 6. sæti – Hjalti Kristján Hjaltason, GM 7. sæti – Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Bryson DeChambeau – 16. september 2022
Það er Bryson DeChambeau, sem er afmæliskylfingur dagsins. Bryson er fæddur 16. september 1993 og er því 28 ára. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: George Duncan, 16. september 1883-15. janúar 1964; Jerry Haas, 16. september 1963 (59 ára); Iceland Hiking, 16. september 1964 (58 ára); Michael Thorbjörnsen, 16. september 2001 (21 árs); Reykjavik Fasteignasala 16. september 1993 (29 ára) …. og ….. Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Fulton Peter Allem – 15. september 2022
Það er Fulton Peter Allem sem er afmæliskylfingur dagsins. Allem er fæddur 15. september 1957 í Kroonstad, Orange Free State, í S-Afríku og á því 65 ára stórafmæli í dag!!! Allem hefir sigrað 11 sinnum á ferli sínum á Sólskinstúrnum s-afríska og eins þrívegis á bandarísku PGA mótaröðinni. Besti árangur Allem á risamóti er T-31 árangur á PGA Championship 1993 Peter er kvæntur Jennifer Allem og á 4 börn: Nadíu Allem, Sybil Allem, Sophiu Allem og Nicholas Allem. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Karsten Solheim 15. september 1911 (hefði orðið 111 ára í dag); Sonja Ingibjörg Einarsdóttir, 15. september 1961 (61 árs); Elfur Logadóttir 15. september Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2023 (1/50): Anders Albertson
Hér verður byrjað að kynna stuttlega þá 25 kylfinga sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið. Sá fyrsti sem kynntur verður til sögunnar er hinn stálheppni Anders Albertson, sem varð í 25. sæti. Albertson fæddist 8. júní 1993 í Houston, Texas og er því 29 ára. Hann er 1,75 á hæð og 73 kg. Albertson spilaði fótbolta, hafnabolta, körfubolta og golf í uppvextinum en byrjaði að einbeita sér að golfi 12 ára. Hann var síðan í bandaríska háskólagolfinu, með golfliði Georgia Tech, þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í viðskiptafræði 2015. Uppáhalds golfvellir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Guðmunds – 14. september 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Hafdís Guðmunds. Hafdís er fædd 14. september 1967 og á því 55 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hafdís Guðmunds (55 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anna Vilhjálms, 14. september 1945 (77 ára); Jón Björgvin Stefánsson, GR, 14. september 1951 (71 árs); Guðrún Ásgerður Jónsdóttir, 14. september 1959 (63 ára); Arnar H. Ævarsson, 14. september 1964 (58 ára); Gareth Maybin 14. september 1980 (42 ára); Will Claxton, 14. september 1981 (41 árs); Danielle McVeigh, 14. september 1987 (35 ára); Tony Finau, Lesa meira
Evróputúrinn: Shane Lowry sigraði á BMW PGA Championship
Það var Shane Lowry, sem sigraði á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni BMW PGA Championship, sem fram fór dagana 8.-11. september 2022. Sigurskor Lowry var 17 undir pari, 199 högg (66 68 65). Rory McIlroy og Jon Rahm deildu 2. sætinu á 16 undir pari, hvor. Bandaríkjamaðurinn Talor Gooch var síðan einn í 4. sætinu á samtals 15 undir pari. Mótsstaður var að venju Wentworth Club, Virginia Water, í Surrey, Englandi. Sjá má lokastöðuna á BMW PGA Championship með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þorsteinn Hallgrímsson – 13. september 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Þorsteinn Hallgrímsson. Þorsteinn er fæddur 13. september 1969 og er því 53 ára í dag. Þorsteinn er kvæntur Ingibjörgu Valsdóttur og þau eiga þau tvö börn: Kristínu Maríu og Val Þorstein. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Þorstein með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Steina til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Þorsteinn Hallgrímsson (53 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Yurio Akitomi, 13. september 1950 (72 ára); Ívar Örn Arnarson, GK f. 13. september 1963 (59 ára); Bæjarblaðið Mosfellingur ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira
Guðrún Brá og Kristján Þór sigruðu á sögulegu skori í Korpubikarnum
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og Kristján Þór Einarsson, GM, sigruðu í Korpubikarnum sem fram fór í samvinnu við Icelandair á Korpúlfsstaðavelli dagana 19.-21. ágúst 2022. Mótið var jafnframt lokamótið á stigamótaröð GSÍ. Keppniformið var höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi. Guðrún Brá lék frábært golf og lék samtals á 12 höggum undir pari vallar. Hún sigraði með 12 högga mun. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, Íslandsmeistari í golfi 2022, varð önnur á pari vallar og Berglind Björnsdóttir, GR, varð þriðja á 2 höggum yfir pari. Kristján Þór, sem er Íslandsmeistari í golfi 2022, lék á Lesa meira
Ísland varð í 16. sæti á EM landsliða í liðakeppni kvenna 50+
Evrópumót landsliða í liðakeppni í kvennaflokki 50 ára og eldri fór fram á Slóveníu dagana 30. ágúst – 3. september 2022. Keppnin fór fram á Golf Arboretum í Slóveníu. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að leikin var höggleikur fyrstu tvo dagana, 18 holur á dag. Fimm bestu skorin töldu í höggleiknum í hverri umferð. Alls tóku 19 þjóðir þátt. Átta efstu liðin í höggleiknum léku í A-riðli í holukeppninni sem tók við eftir höggleikinn. Í A-riðli var keppt um Evrópumeistartitilinn og átta efstu sætin. Liðin í sætum 9.-16. eftir höggleikinn léku í B-riðli og liðin í sætum 17.-19. léku í C-riðli. Þjóðverjar stóðu uppi sem Evrópumeistarar í þessum aldursflokki en Lesa meira










