Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mel Reid – 19. september 2022

Afmæliskylfingur dagsins er enski Solheim Cup kylfingurinn Melissa Rose (Mel) Reid. Hún er fædd í Derby, Englandi 19. september 1987 og fagnar því 35 ára afmæli í dag.

Hún komst ekki í gegnum úrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst.: LET) árið 2007 en spilaði á túrnum í boði styrktaraðila 2008 og það ár varð hún í 12. sæti á peningalistanum og var valin nýliði ársins. Til dagsins í dag hefir Mel sigrað 6 sinnum á LET og einu sinni á LPGA (á Shoprite Classic 4. október 2020). Þekktust er Mel þó líklega fyrir þátttöku sína í Solheim Cup en hún var í vinningsliðum Evrópu 2011 og 2021 og síðan einnig í tapliðum Evrópu 2015 og 2017.

Árið 2018 kom Mel út úr skápnum og sagðist vera samkynhneigð. Í apríl nú í ár kvæntist Mel kærustu sinni Carly Grenfell

Mel og Carly

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jane Blalock, 19. september 1945 (77 ára); Árni Björn Ómarsson, 19. september 1965 (57 ára); Svanhildur Svavarsdóttir, 19. september 1968 (54 ára); Ryan Palmer, 19. september 1976 (46 ára); Brittany Lincicome, 19. september 1985 (37 ára); Garðar Kári Garðarsson, 19. september 1986 (36 ára); Adam Örn Stefánsson, 19. september 1990 (32 ára); Tonje Daffinrud, (norsk spilar á LET Access) 19. september 1991 (31 árs) ….. og …..

Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is