Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2022 | 19:00

Evróputúrinn: MacIntyre sigraði e. bráðabana við Fitz á Opna ítalska

DS Automobiles Italian Open var mót vikunnar á Evrópumótaröð karla og fór fram á Marco Simone golfvellinum í Róm á Ítalíu dagana 15.-18. september sl.

Efstir og jafnir eftir 72 holu spil voru Skotinn Robert MacIntyre og hinn enski Matt Fitzpatrick (oft bara nefndur  Fitz).

Báðir spiluðu á 14 undir pari, 270 höggum. Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði MacIntyre betur og sigraði.

Robert MacIntyre er fæddur 3. ágúst 1996 og er því 26 ára. Hann var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði með golfliði McNeese State University í Louisiana.  Þetta er 2. sigur hans á Evróputúrnum og sá 3. á atvinnumannsferlinum. Hann var valinn nýliði ársins árið 2019 á Evróputúrnum, en sama ár náði hann einnig besta árangri sínum á Opna breska T-6 árangur!

Sjá má lokastöðuna á DS Automobiles Italian Open með því að SMELLA HÉR: