Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2022 | 18:00

LPGA: Charley Hull sigraði á Volunteers of America mótinu

Það var Solheim Cup kylfingurinn enski Charley Hull, sem sigraði á móti vikunnar á LPGA: The Ascendant LPGA benefiting Volunteers of America. Mótið fór fram dagana 28. september – 2. október 2022 í Old American Golf Club The Colony, Texas. Sigurskor Charley var 18 undir pari, 266 högg (67 64 71 64) og átti hún 1 högg á hina kínversku Xiyu Lin. í 3. sæti varð síðan Lydia Ko á samtals 16 undir pari. Charley er fædd 20. mars 1996 og því 26 ára. Þetta er 2. sigur hennar á LPGA, en hún sigraði síðast ári 2016 á CME Group Tour Championship. Hún hefir sigrað 3 sinnum á LET og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sophia Popov – 2. október 2022

Sophia Popov er afmæliskylfingur dagsins. Hún fæddist í Framingham, Massachusetts, 2. október 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Sophia komst bæði í gegnum úrtökumót LPGA og Evrópumótaraðar kvenna (LET) árið 2015 sem er frábær árangur, reyndar landaði Sophia 3. sætinu á Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut fullan keppnisrétt 2015 á LET en aðeins takmarkaðan spilarétt á LPGA eins og í þetta skiptið. Í dag býr Popov í Naples, Flórída. Þrátt fyrir fæðingarstað sinn er Popov þýskur ríkisborgari. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 14. júlí 2014 og hefir átt sæti í þýska golflandsliðinu frá árinu 2007. Popov átti glæstan feril sem áhugamaður en hún vann m.a. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (39/2022)

Í „Pro-Am“-i spyr áhugamaðurinn atvinnumanninn: „Hvernig finnst þér golfleikur minn?“ Svar: „Ágætur. En mér finnst golf samt betra!„

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Áslaug Sif Guðjónsdóttir – 1. október 2022

Það er Áslaug Sif Guðjónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Áslaug Sif er fædd í Reykjavík 1. október 1947 og því 75 ára í dag. Golf 1 óskar Áslaugu innilega til hamingju með merkisafmælið! Komast má á facebook síðu Áslaugar Sif hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Áslaug Sif –  75 ára -Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tjarnarbíó Miðstöð Lista 1. október 1913 (109 ára); George William Archer f. 1. október 1939 – d. 25. september 2005; Tói Vídó, 1. október 1959 (63 ára); Tómas Hallgrimsson 1. október 1963 (59 ára); Þórdís Geirsdóttir, GK, 1. október 1965 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnheiður Elín Árnadóttir – 30. september 2022

Það er Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ragnheiður Elín er fædd 30. september 1967 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Ragnheiðar Elínar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ragnheiður Elín Árnadóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Magnús M Norðdahl 30. september 1956 (66 ára); Kim Bauer, 30. september 1959 (63 árs); Nadine Handford, 30. september 1967 (55 ára) ástralskur kylfingur frá Adelaide (1993 T77 Alpine Aust Ladies); Þot -Bandalagþýðendaogtúlka; Herdís Jónsdóttir … og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023 (2/50): Kevin Roy

Hér verður fram haldið  að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022. Númer tvö sem kynntur verður er Kevin Roy, sem varð í 24. sæti. Kevin Roy fæddist í Syracuse, New York, 15. mars 1990 og er því 32 ára. Hann útskrifaðist frá Long Beach State University 2012, með gráðu í samskiptafræðum (ens.: Communications). Pabbi Kevin, Jim Roy var bæði á PGA TOUR og PGA TOUR Champions. Roy hins vegar var kominn á Korn Ferry Tour árið 2019 og síðan 3 árum seinna á 2022- 2023 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jessica Wilcox – 29. október 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Jessica Wilcox. Hún er fædd 29. október 1991 og á því 31 árs afmæli í dag. Hún er í Blakeney golfklúbbnum í Englandi og spilaði á LET Access á sama tíma og Valdís Þóra Jónsdóttir. Jessica var ein af fáum starfandi golfkennurum í Miðausturlöndum þ.e. í Arabian Ranches Golf Club í Dubai. Hún er nýbúin að eignast litla dóttur og spilar því hvorki né kennir næstu mánuði. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: James Alexander Barclay, 29. október 1923 – d. 3. desember 2011 (hefði orðið 99 ára); Theodore James (Ted) Schulz, 29. október 1959 (63 ára); Madeline Ziegert, 29. október 1989 (33 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Migliozzi sigraði á Cazoo Open de France

Það var ítalski kylfingurinn Guido Migliozzi, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum: Cazoo Open de France. Mótið fór fram dagana 22.-25. september 2022 í Le Golf National, Saint-Quentin-en-Yvelines, Frakklandi. Sigurskor Migliozzi var 16 undir pari, 268 högg (69 71 66 62). Í 2. sæti varð Daninn Rasmus Höjgaard, einu höggi á eftir, á samtals 15 undir pari. Þeir félagarnir Migliozzi og Höjgaard höfðu nokkurt forskot á aðra kylfinga  því þeir sem deildu 3. sætinu: George Coetzee, Thomas Pieters og heimamaðurinn Paul Barjon, léku á samtals 11 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á Cazoo Open de France með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón Harðarson og Perla Sól Sigurbrandsdóttir – 28. september 2022

Afmæliskylfingar dagsins á Golf 1 í dag eru tveir: Sigurjón Harðarson og Perla Sól Sigurbrandsdóttir. Sigurjón Harðarson er fæddur 28. október 1952 og fagnar því 70 ára merkisafmælið í dag. Komast má á facebook síðu Sigurjóns til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sigurjón Harðarson – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR,  er hinn afmæliskylfingur dagsins. Perla Sól er fædd 28. september 2006 og á því 16 ára afmæli í dag. Hún varð m.a. Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri telpna á Íslandsbankamótaröðinni 2018 og spilaði þá á „Mótaröð þeirra bestu) (þá Eimskipsmótaröðinni, út í Eyjum, þar sem hún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2022 | 18:00

LET: Klara Spilkova sigraði á Opna írska

Það var tékkneski kylfingurinn Klara Spilkova, sem sigraði á Opna írska eða m.ö.o. KPMG Women´s Irish Open. Mótið fór fram dagana 22.-25. september 2022 í Dromoland Castle, á Írlandi. Spilkova varð að hafa fyrir sigrinu, því að lok 72 holu leik voru 3 kvenkylfingar efstir og jafnir; auk Spilkovu voru það hin finnska Ursula Wikström og hin danska Nichole Broch Estrup. Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði Spilkova betur en hinar tvær. Klara er fædd  fædd 15. desember 1994. Hún er því 27 ára og hefir spilað á LET frá árinu 2011. Þetta er annar sigur Klöru Spilkovu á LET, en árið 2017 varð Spilková fyrsti tékkneski Lesa meira