Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón Harðarson og Perla Sól Sigurbrandsdóttir – 28. september 2022

Afmæliskylfingar dagsins á Golf 1 í dag eru tveir: Sigurjón Harðarson og Perla Sól Sigurbrandsdóttir.

Sigurjón Harðarson er fæddur 28. október 1952 og fagnar því 70 ára merkisafmælið í dag. Komast má á facebook síðu Sigurjóns til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan

Sigurjón Harðarson – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR,  er hinn afmæliskylfingur dagsins. Perla Sól er fædd 28. september 2006 og á því 16 ára afmæli í dag. Hún varð m.a. Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri telpna á Íslandsbankamótaröðinni 2018 og spilaði þá á „Mótaröð þeirra bestu) (þá Eimskipsmótaröðinni, út í Eyjum, þar sem hún var yngsti keppandinn eða 11 ára. Perla Sól sagði í viðtali það ár, að það hafi verið bróðir hennar, Dagbjartur, sem hafi dregið sig í golfið.

Árið 2019, aðeins 12 ára varð Perla Sól Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í stelpuflokki og sigraði í öllum mótum Íslandsbankamótaraðarinnar. Jafnframt varð hún T-17 í Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki – aðeins 12 ára!!! Stórglæsilegur árangur Perlu Sól!!!

Árið 2021 varð hún stigameistari í sínum aldursflokki og í ár, 2022 stefnir allt í að hún verði það aftur, því hún er m.a. Íslandsmeistari í fl. 15.-16 ára telpna og Íslandsmeistari í kvennaflokki.  Jafnframt varð Perla Sól Evrópu- meistari á European Young Masters  í fl. 16 ára og yngri, sem varð til þess að hún fékk sæti í sigurliði liðs meginlands Evrópu í Vagliano Trophy.  Það verður erfitt að toppa þetta ár og spennandi  að fylgjast með gengi Perlu Sólar.  Frábær kylfingur þar sem Perla Sól er!!!

Hægt er að komast á facebook síðu Perlu Sólar til þess að óska henni til hamingju með 16 ára afmælið hér að neðan

Perla Sól – 16 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!

Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret „Wiffi“ Smith 28. september 1936 (86 ára); Ragnhildur Jónsdóttir, GK, 28. september 1940 (82 ára); Giuseppe Calì, 28. september 1952 (70 ára MERKISAFMÆLI);  Gustavo Rojas, 28. september 1967 (55 ára); Se Ri Pak, 28. september 1977 (45 árs);Kenneth Ferrie, 28. september 1978 (44 árs); Jean-Babtiste Gonnet, 28. september 1982 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Jane Turner,28. september 1989 (33 ára) – skosk spilar á LET Access; Óliver Leó Óliversson og Sandy Crutchfield Daly ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Aðalmyndagluggi: Afmæliskylfingur Golf1.is 28. september 2022, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR. Mynd: GSÍ