Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2022 | 18:00

LET: Klara Spilkova sigraði á Opna írska

Það var tékkneski kylfingurinn Klara Spilkova, sem sigraði á Opna írska eða m.ö.o. KPMG Women´s Irish Open.

Mótið fór fram dagana 22.-25. september 2022 í Dromoland Castle, á Írlandi.

Spilkova varð að hafa fyrir sigrinu, því að lok 72 holu leik voru 3 kvenkylfingar efstir og jafnir; auk Spilkovu voru það hin finnska Ursula Wikström og hin danska Nichole Broch Estrup.

Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði Spilkova betur en hinar tvær.

Klara er fædd  fædd 15. desember 1994. Hún er því 27 ára og hefir spilað á LET frá árinu 2011.

Þetta er annar sigur Klöru Spilkovu á LET, en árið 2017 varð Spilková fyrsti tékkneski kylfingurinn til þess að sigra á LET, en það var á Lalla Meryem Cup.

Spilková var fulltrúi Tékklands á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, þ.e. lauk keppni T48.

Sjá má lokastöðuna á KPMG Women´s Irish Open með því að SMELLA HÉR: